Nú sit ég við að svara póstum 24. nóvember 2012 10:00 Skemmtilegt verkefni í óléttunni segir Erna. Fréttablaðið/Stefán "Ég lýsti kertaskreytingunum á Trendnet.is og hef fengið mikil viðbrögð, þannig nú sit ég við að svara tölvupóstum. Þetta er greinilega orðið vinsælt," segir Erna Hrund um tómstundaiðju sína um þessar mundir, sem er að skreyta kubbakerti. Spurð hvort hún sé orðin sérfræðingur í greininni svarar hún hlæjandi: "Já, ætli megi ekki segja það?" Erna Hrund er að bíða eftir nýjum einstaklingi í heiminn og kveðst hafa þurft að finna sér eitthvað að gera á meðan. "Ég verð eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni og finnst svona kertaskreytingar skemmtilegt jólaföndur. Ég keypti því kertakubba í IKEA og fór í föndurbúð þar sem ég fékk leiðbeiningar og keypti límlakk og pappír. Svo fann ég myndir á netinu og hófst handa," lýsir hún og segir límlakkið mynda matta húð þannig að þegar kertið brenni niður lýsist myndin upp. Hún kveðst einkum velja dýramyndir á kertin og þannig tengja þau náttúrunni. Dregur dilk á eftir sérSvo virðist sem kertaskreytingaráhugi þjóðarinnar hafi dregið dilk á eftir sér. Að minnsta kosti eru öll ódýru hvítu kubbakertin af gerðinni Fenomen uppseld í bili hjá IKEA, þar sem Erna Hrund keypti sín kerti í upphafi. En hún bendir á aðrar verslanir á netsíðunni Trendnet.is. Kannski það endi með að fólk þurfi að fara að steypa kerti heima. Það var fastur liður í undirbúningi jólanna á mörgum heimilum fram eftir síðustu öld. Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Ég lýsti kertaskreytingunum á Trendnet.is og hef fengið mikil viðbrögð, þannig nú sit ég við að svara tölvupóstum. Þetta er greinilega orðið vinsælt," segir Erna Hrund um tómstundaiðju sína um þessar mundir, sem er að skreyta kubbakerti. Spurð hvort hún sé orðin sérfræðingur í greininni svarar hún hlæjandi: "Já, ætli megi ekki segja það?" Erna Hrund er að bíða eftir nýjum einstaklingi í heiminn og kveðst hafa þurft að finna sér eitthvað að gera á meðan. "Ég verð eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni og finnst svona kertaskreytingar skemmtilegt jólaföndur. Ég keypti því kertakubba í IKEA og fór í föndurbúð þar sem ég fékk leiðbeiningar og keypti límlakk og pappír. Svo fann ég myndir á netinu og hófst handa," lýsir hún og segir límlakkið mynda matta húð þannig að þegar kertið brenni niður lýsist myndin upp. Hún kveðst einkum velja dýramyndir á kertin og þannig tengja þau náttúrunni. Dregur dilk á eftir sérSvo virðist sem kertaskreytingaráhugi þjóðarinnar hafi dregið dilk á eftir sér. Að minnsta kosti eru öll ódýru hvítu kubbakertin af gerðinni Fenomen uppseld í bili hjá IKEA, þar sem Erna Hrund keypti sín kerti í upphafi. En hún bendir á aðrar verslanir á netsíðunni Trendnet.is. Kannski það endi með að fólk þurfi að fara að steypa kerti heima. Það var fastur liður í undirbúningi jólanna á mörgum heimilum fram eftir síðustu öld.
Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira