Safnar fyrir gerð nýrrar hryllingsmyndar FB skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnaðinum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor. "Við erum með hópsöfnun á síðunni Ruinsthemovie.com þar sem fólk getur styrkt myndina. En helstu styrkirnir koma frá kvikmyndasjóðum og sá fyrsti er kominn frá Evrópu unga fólksins," segir leikstjórinn Vilnius Petrikas. Hann er fæddur í Litháen en fluttist ungur að árum hingað til lands. Hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur gert yfir fimm stuttmyndir. Ruins er fyrsta mynd Vilnius í fullri lengd. Hún fjallar um fornleifa- og guðfræðinginn Dr. Malphas sem leitar að hinu svokallaða hliði helvítis á Íslandi. Hann ferðast til Vestfjarða ásamt tíu manna hópi fólks sem vill komast í burtu frá stressinu í borginni. Smám saman byrja skrítnir hlutir að gerast sem hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Rúnar Freyr Gíslason leikur einn úr þessum tíu manna hópi, auk þess sem Magnús Ólafsson verður í hlutverki vestfirsks bónda. Hluti myndarinnar verður tekinn upp á Vestfjörðum, og í Surtshelli.Merki myndarinnar. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnaðinum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor. "Við erum með hópsöfnun á síðunni Ruinsthemovie.com þar sem fólk getur styrkt myndina. En helstu styrkirnir koma frá kvikmyndasjóðum og sá fyrsti er kominn frá Evrópu unga fólksins," segir leikstjórinn Vilnius Petrikas. Hann er fæddur í Litháen en fluttist ungur að árum hingað til lands. Hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur gert yfir fimm stuttmyndir. Ruins er fyrsta mynd Vilnius í fullri lengd. Hún fjallar um fornleifa- og guðfræðinginn Dr. Malphas sem leitar að hinu svokallaða hliði helvítis á Íslandi. Hann ferðast til Vestfjarða ásamt tíu manna hópi fólks sem vill komast í burtu frá stressinu í borginni. Smám saman byrja skrítnir hlutir að gerast sem hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Rúnar Freyr Gíslason leikur einn úr þessum tíu manna hópi, auk þess sem Magnús Ólafsson verður í hlutverki vestfirsks bónda. Hluti myndarinnar verður tekinn upp á Vestfjörðum, og í Surtshelli.Merki myndarinnar.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira