Tónlistargreinum gefið lengra líf FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Arnar Eggert Thoroddsen stundar nám í tónlistarfræðum í Edinborg. „Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“ Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög