Milljónir horfa á íslensk myndbönd 1. desember 2012 08:00 Sóley. Ef litið er á nýleg íslensk lög sem hefur verið hlustað á á myndbandasíðunni Youtube er ljóst að Pretty Face með Sóleyju ber höfuð og herðar yfir öll hin. Vinsældir lagsins hafa aukist gríðarlega undanfarna mánuði og núna hefur það verið skoðað yfir níu milljón sinnum, sem hlýtur að teljast frábær auglýsing fyrir Sóleyju. Athyglisvert er að ekki er um eiginlegt myndband að ræða því þarna hljómar einungis lagið sjálft með mynd af Sóleyju. Opinbert myndband við lagið hefur "aðeins" verið skoðað tæplega eitt hundrað þúsund sinnum. Fimm vinsæl lög á Youtube: Sóley - Pretty Face 9 milljónir Lag af plötunni We Sink sem kom út á vegum þýsku útgáfunnar Morr Music í fyrra. Of Monsters and Men - Little Talks (Í beinni á KEXP) 4,7 milljónir Hljómsveitin vinsæla á stofutónleikum á Iceland Airwaves-hátíðinni 2010 í beinni útsendingu á bandarísku útvarpsstöðinni KEXP. Sigur Rós - Fjögur píanó 3,7 milljónir Hollywood-leikarinn Shia Laboeuf kemur nakinn fram í myndbandi leikstjórans Alma Har'el. Hluti af tilraunaverkefni Sigur Rósar vegna plötunnar Valtari. Gus Gus - Over 3,3 milljónir Myndband við lag af nýjustu plötu Gus Gus, Arabian Horse. Leikstjórar: Ellen Lofts og Þorbjörn Ingason. Björk - Mutual Core 700 þúsund Björk grafin í sand í myndbandið við lag af Bastards, plötu með endurhljóðblönduðum lögum Biophilia. Leikstjóri: Andrew Thomas Huang. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ef litið er á nýleg íslensk lög sem hefur verið hlustað á á myndbandasíðunni Youtube er ljóst að Pretty Face með Sóleyju ber höfuð og herðar yfir öll hin. Vinsældir lagsins hafa aukist gríðarlega undanfarna mánuði og núna hefur það verið skoðað yfir níu milljón sinnum, sem hlýtur að teljast frábær auglýsing fyrir Sóleyju. Athyglisvert er að ekki er um eiginlegt myndband að ræða því þarna hljómar einungis lagið sjálft með mynd af Sóleyju. Opinbert myndband við lagið hefur "aðeins" verið skoðað tæplega eitt hundrað þúsund sinnum. Fimm vinsæl lög á Youtube: Sóley - Pretty Face 9 milljónir Lag af plötunni We Sink sem kom út á vegum þýsku útgáfunnar Morr Music í fyrra. Of Monsters and Men - Little Talks (Í beinni á KEXP) 4,7 milljónir Hljómsveitin vinsæla á stofutónleikum á Iceland Airwaves-hátíðinni 2010 í beinni útsendingu á bandarísku útvarpsstöðinni KEXP. Sigur Rós - Fjögur píanó 3,7 milljónir Hollywood-leikarinn Shia Laboeuf kemur nakinn fram í myndbandi leikstjórans Alma Har'el. Hluti af tilraunaverkefni Sigur Rósar vegna plötunnar Valtari. Gus Gus - Over 3,3 milljónir Myndband við lag af nýjustu plötu Gus Gus, Arabian Horse. Leikstjórar: Ellen Lofts og Þorbjörn Ingason. Björk - Mutual Core 700 þúsund Björk grafin í sand í myndbandið við lag af Bastards, plötu með endurhljóðblönduðum lögum Biophilia. Leikstjóri: Andrew Thomas Huang.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira