Enska hljómsveitin Coldplay er byrjuð að undirbúa sína næstu plötu. Hún mun fylgja eftir Mylo Xyloto sem kom út í fyrra.
„Ég hef verið að semja ný lög og ég er rosalega spenntur fyrir framtíð hljómsveitarinnar,“ sagði söngvarinn Chris Martin.
Orðrómur var uppi um að Coldplay ætlaði í þriggja ára frí en Martin vísaði honum til föðurhúsanna. „Ég er mjög heppinn að geta gert það sem ég geri og ég hef engan áhuga á að hætta því. Þessi þriggja ára hugmynd kom upp eftir að ég sagði á tónleikum í Ástralíu að við kæmum ekki þangað að spila næstu þrjú árin. Það er satt því þannig eru tónleikaferðir um heiminn.“
Semur lög á nýja plötu
