Daníel á toppnum í Svíþjóð með nýtt lag 6. desember 2012 07:00 „Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira