Of Monsters and Men hreiðrar um sig í gamla Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 14. desember 2012 12:30 Hljómsveitin Of Monsters and men ætlar að semja lög á næstu plötu sína í Garðabænum .norciphotos/getty Hljómsveitin Of Monsters and Men er að láta útbúa fyrir sig æfingarými í húsinu þar sem Fjölbrautaskóli Garðabæjar var áður til húsa. Rýmið ætlar hljómsveitin að nota til að semja lög á sína næstu plötu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu að undanförnu til að gera allt klárt fyrir hljómsveitina. Aðspurð segir umboðsmaðurinn Heather Kolker að ekkert hljóðver verði í húsnæðinu. „Þau hafa ekki efni á því að byggja sitt eigið hljóðver en auðvitað dreymir þau um það einn góðan veðurdag. Þau geta ekki gert það alveg strax," sagði hún. Of Monsters and Men er þessa dagana á umfangsmikilli tónleikaferð um Bandaríkin. Eins og kunnugt er spilaði sveitin í kvöldþætti Jay Leno á sjónvarpsstöðinni NBC í annað sinn á þessu ári fyrir skömmu þar sem hún flutti lagið Mountain Sound af plötu sinni My Head Is an Animal sem hefur slegið rækilega í gegn um heim allan. Um fjórar milljónir horfa á Jay Leno að jafnaði og því er um geysilega mikla kynningu að ræða fyrir hljómsveitina, sem kemur svo heim um jólin og heldur tvenna tónleika á sínum „gamla heimavelli" Faktorý í byrjun janúar. Tónleikaferðin um heiminn heldur svo áfram af fullum krafti á næsta ári þar sem ferðast verður út um allar trissur, þar á meðal til Japans, Ástralíu og Evrópu. Sveitin er þegar búin að bóka sig á fjölda tónlistarhátíða næsta sumar, þar á meðal á T in the Park í Skotlandi, Lollapalooza í Brasilíu og Oya í Noregi. Einnig spilar hljómsveitin á hátíðinni Rock-A-Field í Lúxemborg þar sem rokkararnir í Queens of the Stone Age verða aðalnúmerið. Eins og áður hefur verið greint frá mun Mugison hita upp fyrir Of Monsters and Men á væntanlegri tónleikaferð um Evrópu í febrúar og mars. Líklega hefur hann með í för hljóðfærið sitt Mirstrument sem hann ætlar einmitt að nota á Sónar-hátíðinni í Hörpu í febrúar. freyr@frettabladid.is Sónar Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men er að láta útbúa fyrir sig æfingarými í húsinu þar sem Fjölbrautaskóli Garðabæjar var áður til húsa. Rýmið ætlar hljómsveitin að nota til að semja lög á sína næstu plötu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu að undanförnu til að gera allt klárt fyrir hljómsveitina. Aðspurð segir umboðsmaðurinn Heather Kolker að ekkert hljóðver verði í húsnæðinu. „Þau hafa ekki efni á því að byggja sitt eigið hljóðver en auðvitað dreymir þau um það einn góðan veðurdag. Þau geta ekki gert það alveg strax," sagði hún. Of Monsters and Men er þessa dagana á umfangsmikilli tónleikaferð um Bandaríkin. Eins og kunnugt er spilaði sveitin í kvöldþætti Jay Leno á sjónvarpsstöðinni NBC í annað sinn á þessu ári fyrir skömmu þar sem hún flutti lagið Mountain Sound af plötu sinni My Head Is an Animal sem hefur slegið rækilega í gegn um heim allan. Um fjórar milljónir horfa á Jay Leno að jafnaði og því er um geysilega mikla kynningu að ræða fyrir hljómsveitina, sem kemur svo heim um jólin og heldur tvenna tónleika á sínum „gamla heimavelli" Faktorý í byrjun janúar. Tónleikaferðin um heiminn heldur svo áfram af fullum krafti á næsta ári þar sem ferðast verður út um allar trissur, þar á meðal til Japans, Ástralíu og Evrópu. Sveitin er þegar búin að bóka sig á fjölda tónlistarhátíða næsta sumar, þar á meðal á T in the Park í Skotlandi, Lollapalooza í Brasilíu og Oya í Noregi. Einnig spilar hljómsveitin á hátíðinni Rock-A-Field í Lúxemborg þar sem rokkararnir í Queens of the Stone Age verða aðalnúmerið. Eins og áður hefur verið greint frá mun Mugison hita upp fyrir Of Monsters and Men á væntanlegri tónleikaferð um Evrópu í febrúar og mars. Líklega hefur hann með í för hljóðfærið sitt Mirstrument sem hann ætlar einmitt að nota á Sónar-hátíðinni í Hörpu í febrúar. freyr@frettabladid.is
Sónar Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“