Leikjavísir

Nota leiki til að freista notenda

Snjall
Notendur snjallsíma þurfa að vara sig á vírusum eins og notendur annars konar tölva.
Snjall Notendur snjallsíma þurfa að vara sig á vírusum eins og notendur annars konar tölva.
Tölvuþrjótar nota tölvuleiki fyrir snjallsíma til að freista notenda til að hlaða niður vírusum. Vírusarnir nota í kjölfarið símann til að senda út SMS-skilaboð á mikinn fjölda símanúmera, samkvæmt frétt BBC.

Tölvuþrjótarnir senda miklum fjölda símaeigenda boð um að hlaða niður ókeypis leikjum, til dæmis Angry Birds, Need for Speed eða öðrum vinsælum leikjum.

Falli símaeigandinn í gildruna þarf hann að leyfa forritinu að rýmka öryggisreglur símans. Í kjölfarið sækir síminn langan lista símanúmera á netið og byrjar að senda ruslpóst í SMS-skilaboðum með tilheyrandi kostnaði fyrir símnotandann. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×