Ótrúleg og sönn saga 20. desember 2012 06:00 Átakasaga The Impossible segir frá fjölskyldu sem berst fyrir lífi sínu er hún lendir í miðri flóðbylgjunni sem átti sér stað við Indlandshaf árið 2004. Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira