Jack White með öruggan sigur 20. desember 2012 06:00 Bestu erlendu plöturnar umslög Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu. Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu.
Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira