Víti í Eyjum og bækur Ragnars í sjónvarpið freyr@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 09:00 samningurinn í höfn Gunnar Helgason ásamt Kristni Þórðarsyni hjá Sagafilm þegar samningurinn var í höfn. Sagafilm og Þorvaldur Davíð ætla einnig í samstarf. fréttablaðið/vilhelm Sagafilm hefur keypt sjónvarpsþáttaréttinn að barnabókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Gerðir verða tíu til tólf þættir sem byggja á bókinni. „Okkur fannst þetta mjög fín bók. Við höfum lengi verið að leita að barna- og unglingaefni. Þegar við lásum þessa bók fannst okkur allt smella saman," segir Kristinn Þórðarson, yfirmaður framleiðslu á leiknu efni hjá Sagafilm. Víti í Vestmannaeyjum er fyrsta bókin í bókaflokki um Jón Jónsson, Eivöru, Ívar og Skúla og gerist á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Hún var önnur mest selda barnabókin á síðasta ári. Önnur bókin í flokknum, Aukaspyrna á Akureyri, er mest selda barnabókin á Íslandi fyrir þessi jólin. Þættirnir verða að mestu leyti teknir upp í Vestmannaeyjum og hugsanlega á Shellmótinu sem er haldið í bænum á hverju sumri. Gunnar Helgason mun sjálfur fara fyrir handritsteymi sem á eftir að setja saman. Stefnt er að tökum sumarið 2014. Spurður segir Kristinn að möguleikinn á að gera þætti úr Aukaspyrnu á Akureyri sé einnig fyrir hendi. „Við höfum áhuga og hann segist ætla að skrifa eina eða tvær bækur í viðbót. En við byrjum á þessari og sjáum svo til." Sagafilm hefur einnig gengið til liðs við leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson um gerð sjónvarpsþátta sem verða byggðir á glæpasögum Ragnars Jónassonar. Fyrr í haust var tilkynnt að Þorvaldur Davíð hefði keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu Ragnars. Nú hefur hann tryggt sér, ásamt Sagafilm, réttinn á seinni bókum Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór, Myrknætti og Rofi. Bækurnar þrjár gerast allar á Siglufirði og sú nýjasta, Rof, gerist einnig í eyðifirðinum Héðinsfirði. Sagafilm og Þorvaldur Davíð hafa jafnframt fengið heimild til að framleiða sjálfstæða þætti byggða á persónu Ara Þórs. „Við höfum starfað mikið með Þorvaldi og okkur líst mjög vel á þetta verkefni. Mér finnst þetta vera spennandi bækur og ekki skemmir fyrir að fá Þorvald í aðalhlutverkið," segir Kristinn. Handritaskrif hefjast á næsta ári og er stefnt á framleiðslu veturinn 2014 eða 2015. Lífið Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sagafilm hefur keypt sjónvarpsþáttaréttinn að barnabókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Gerðir verða tíu til tólf þættir sem byggja á bókinni. „Okkur fannst þetta mjög fín bók. Við höfum lengi verið að leita að barna- og unglingaefni. Þegar við lásum þessa bók fannst okkur allt smella saman," segir Kristinn Þórðarson, yfirmaður framleiðslu á leiknu efni hjá Sagafilm. Víti í Vestmannaeyjum er fyrsta bókin í bókaflokki um Jón Jónsson, Eivöru, Ívar og Skúla og gerist á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Hún var önnur mest selda barnabókin á síðasta ári. Önnur bókin í flokknum, Aukaspyrna á Akureyri, er mest selda barnabókin á Íslandi fyrir þessi jólin. Þættirnir verða að mestu leyti teknir upp í Vestmannaeyjum og hugsanlega á Shellmótinu sem er haldið í bænum á hverju sumri. Gunnar Helgason mun sjálfur fara fyrir handritsteymi sem á eftir að setja saman. Stefnt er að tökum sumarið 2014. Spurður segir Kristinn að möguleikinn á að gera þætti úr Aukaspyrnu á Akureyri sé einnig fyrir hendi. „Við höfum áhuga og hann segist ætla að skrifa eina eða tvær bækur í viðbót. En við byrjum á þessari og sjáum svo til." Sagafilm hefur einnig gengið til liðs við leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson um gerð sjónvarpsþátta sem verða byggðir á glæpasögum Ragnars Jónassonar. Fyrr í haust var tilkynnt að Þorvaldur Davíð hefði keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu Ragnars. Nú hefur hann tryggt sér, ásamt Sagafilm, réttinn á seinni bókum Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór, Myrknætti og Rofi. Bækurnar þrjár gerast allar á Siglufirði og sú nýjasta, Rof, gerist einnig í eyðifirðinum Héðinsfirði. Sagafilm og Þorvaldur Davíð hafa jafnframt fengið heimild til að framleiða sjálfstæða þætti byggða á persónu Ara Þórs. „Við höfum starfað mikið með Þorvaldi og okkur líst mjög vel á þetta verkefni. Mér finnst þetta vera spennandi bækur og ekki skemmir fyrir að fá Þorvald í aðalhlutverkið," segir Kristinn. Handritaskrif hefjast á næsta ári og er stefnt á framleiðslu veturinn 2014 eða 2015.
Lífið Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“