Of Monsters söluhæst á vínyl 21. desember 2012 12:00 vinsæl á vínyl Of Monsters and Men á vinsælustu vínylplötu Íslands á þessu ári.nordicphotos/getty My Head Is an Animal með Of Monsters and Men er söluhæsta vínylplata ársins á Íslandi. Hún hefur selst í um 400 eintökum síðan hún kom út í lok október. Alls voru 500 númeruð eintök prentuð og hafa þau selst eins og heitar lummur. Geisladiskurinn hefur selst í um 20 þúsund eintökum, þar af 10 þúsund á þessu ári. Tvær vínylplötur hafa selst í um 300 eintökum. Annars vegar Önnur Mósebók með Moses Hightower og hins vegar Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta. Sá síðarnefndi er uppseldur hjá Senu en prenta á fleiri eintök af Annari Mósebók hjá Record Records. Geisladiskurinn með Ásgeiri Trausta er sá vinsælasti á árinu. Búið er að dreifa honum í 21 þúsund eintökum og líklega verður 2.500 stykkjum bætt við. Haraldur Leví Gunnarsson starfrækir Record Records, sem er afkastamesti vínylframleiðandi landsins. „Ég byrjaði ekki á þessu af viti fyrr en í ár. Maður hefur alltaf verið smeykur við þetta. Það hefur verið erfitt að selja upp í kostnað en núna finnst mér þetta vera að gera sig,“ segir hann. Meðal fleiri vinsælla titla hjá útgáfunni eru nýjar plötur frá Retro Stefson og Tilbury sem hafa hvor um sig selst i um 200 eintökum. Ojbarasta hefur selt um 180 vínylplötur, sem er um 30% af heildarsölu sveitarinnar, því diskurinn hefur farið í 6-700 eintökum. Geisladiskur Retro Stefson náði gullsölu í síðustu viku, sem eru 5 þúsund eintök. Vínyláhugamenn geta mætt á Kex Hostel um helgina því þar verður haldinn annar vínylmarkaðurinn á skömmum tíma. Síðast seldust um 200 eintök fyrir um hálfa milljón króna. - fb Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
My Head Is an Animal með Of Monsters and Men er söluhæsta vínylplata ársins á Íslandi. Hún hefur selst í um 400 eintökum síðan hún kom út í lok október. Alls voru 500 númeruð eintök prentuð og hafa þau selst eins og heitar lummur. Geisladiskurinn hefur selst í um 20 þúsund eintökum, þar af 10 þúsund á þessu ári. Tvær vínylplötur hafa selst í um 300 eintökum. Annars vegar Önnur Mósebók með Moses Hightower og hins vegar Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta. Sá síðarnefndi er uppseldur hjá Senu en prenta á fleiri eintök af Annari Mósebók hjá Record Records. Geisladiskurinn með Ásgeiri Trausta er sá vinsælasti á árinu. Búið er að dreifa honum í 21 þúsund eintökum og líklega verður 2.500 stykkjum bætt við. Haraldur Leví Gunnarsson starfrækir Record Records, sem er afkastamesti vínylframleiðandi landsins. „Ég byrjaði ekki á þessu af viti fyrr en í ár. Maður hefur alltaf verið smeykur við þetta. Það hefur verið erfitt að selja upp í kostnað en núna finnst mér þetta vera að gera sig,“ segir hann. Meðal fleiri vinsælla titla hjá útgáfunni eru nýjar plötur frá Retro Stefson og Tilbury sem hafa hvor um sig selst i um 200 eintökum. Ojbarasta hefur selt um 180 vínylplötur, sem er um 30% af heildarsölu sveitarinnar, því diskurinn hefur farið í 6-700 eintökum. Geisladiskur Retro Stefson náði gullsölu í síðustu viku, sem eru 5 þúsund eintök. Vínyláhugamenn geta mætt á Kex Hostel um helgina því þar verður haldinn annar vínylmarkaðurinn á skömmum tíma. Síðast seldust um 200 eintök fyrir um hálfa milljón króna. - fb
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira