Úr herbergi í stúdíó Sigur Rósar 31. desember 2012 06:00 Rafhljómsveitin RetRoBot, sigurvegari Músíktilrauna 2012, gefur á morgun út nýja lagið Insomnia og myndband við það."Þetta er það lag sem við höfum lagt mest í," segir Daði Freyr Pétursson meðlimur RetRoBot. Sveitin gaf út smáskífuna Blackout á haustdögum sem hefur fengið góðar viðtökur. Hún er tekin upp í heimahúsi ólíkt nýja laginu, sem var tekið upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar. "Blackout er öll tekin upp í herberginu mínu og hér og þar en við nýttum hljóðverstímana sem við unnum í Músíktilraunum núna," segir Daði. "Pétur Ben var með okkur allan tímann og var að hjálpa okkur að fikta með "gítareffekta" og svo vorum við með hljóðmann. Við lögðum mikið í þetta lag og nýttum fullt af hljóðfærum." Mikil vinna býr einnig að baki myndbandinu. "Það fjallar um náunga sem breytir öllu sem hann snertir í teiknimyndir." En hvernig er það hægt? "Ég er í raun bara að teikna hvern ramma fyrir sig. Þetta er búið að taka mjög langan tíma en þetta fer að klárast," sagði Daði, sem var á fullu að klippa myndbandið fyrir helgi.- hþtHér má sjá myndbandið við nýja lagið. Tónlist Tengdar fréttir Elektró-indí frá Árborg Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. 28. desember 2012 08:00 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rafhljómsveitin RetRoBot, sigurvegari Músíktilrauna 2012, gefur á morgun út nýja lagið Insomnia og myndband við það."Þetta er það lag sem við höfum lagt mest í," segir Daði Freyr Pétursson meðlimur RetRoBot. Sveitin gaf út smáskífuna Blackout á haustdögum sem hefur fengið góðar viðtökur. Hún er tekin upp í heimahúsi ólíkt nýja laginu, sem var tekið upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar. "Blackout er öll tekin upp í herberginu mínu og hér og þar en við nýttum hljóðverstímana sem við unnum í Músíktilraunum núna," segir Daði. "Pétur Ben var með okkur allan tímann og var að hjálpa okkur að fikta með "gítareffekta" og svo vorum við með hljóðmann. Við lögðum mikið í þetta lag og nýttum fullt af hljóðfærum." Mikil vinna býr einnig að baki myndbandinu. "Það fjallar um náunga sem breytir öllu sem hann snertir í teiknimyndir." En hvernig er það hægt? "Ég er í raun bara að teikna hvern ramma fyrir sig. Þetta er búið að taka mjög langan tíma en þetta fer að klárast," sagði Daði, sem var á fullu að klippa myndbandið fyrir helgi.- hþtHér má sjá myndbandið við nýja lagið.
Tónlist Tengdar fréttir Elektró-indí frá Árborg Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. 28. desember 2012 08:00 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Elektró-indí frá Árborg Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. 28. desember 2012 08:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“