Rannsakar tímann - og það þarf meira en stofudrama til 9. janúar 2013 13:21 Dansarar á æfingu. Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, fór af stað með krafti, en útskriftarverkefni hans, Endurómun var tilnefnt til Grímunnar sama ár. Þá fékkst hann einnig við blandað leikhús þar sem dans og leikur komu við sögu. Áhorfendur mega því búast við framsæknu sviðslistaverki sem notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleymanlega sjóræna upplifum fyrir áhorfendur.Leifur Þór vill sprengja upp upp skynjunina.„Í Stundarbroti er fjallað um tímann - hann er teygður, beygður og afmyndaður með aðferðum leikhússins þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum," segir leikstjórinn Leifur Þór sem semur og leikstýrir verkinu. Lydia Grétarsdóttir semur tónlistina en dansarar í verkinu eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Viðfangsefni Stundarbrots er tíminn og er sýningin sprottin af þverfaglegri rannsóknarvinnu aðstandenda sýningarinnar á þessu flókna viðfangsefni. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? „Vangaveltur um tímann geta reynst okkur flestum yfirþyrmandi umhugsunarefni því tíminn setur tilveru okkar í samhengi við eitthvað miklu stærra en við náum utan um," segir Leifur og bætir við að lokum: „Það þarf eitthvað annað en stofudrama til að fást við þetta heillandi hugtak." Eins og fyrr segir þá er leikritið frumsýnt annað kvöld í Borgarleikhúsinu. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, fór af stað með krafti, en útskriftarverkefni hans, Endurómun var tilnefnt til Grímunnar sama ár. Þá fékkst hann einnig við blandað leikhús þar sem dans og leikur komu við sögu. Áhorfendur mega því búast við framsæknu sviðslistaverki sem notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleymanlega sjóræna upplifum fyrir áhorfendur.Leifur Þór vill sprengja upp upp skynjunina.„Í Stundarbroti er fjallað um tímann - hann er teygður, beygður og afmyndaður með aðferðum leikhússins þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum," segir leikstjórinn Leifur Þór sem semur og leikstýrir verkinu. Lydia Grétarsdóttir semur tónlistina en dansarar í verkinu eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Viðfangsefni Stundarbrots er tíminn og er sýningin sprottin af þverfaglegri rannsóknarvinnu aðstandenda sýningarinnar á þessu flókna viðfangsefni. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? „Vangaveltur um tímann geta reynst okkur flestum yfirþyrmandi umhugsunarefni því tíminn setur tilveru okkar í samhengi við eitthvað miklu stærra en við náum utan um," segir Leifur og bætir við að lokum: „Það þarf eitthvað annað en stofudrama til að fást við þetta heillandi hugtak." Eins og fyrr segir þá er leikritið frumsýnt annað kvöld í Borgarleikhúsinu.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira