Söngkonan Rihanna frumsýndi nýtt lúkk í Los Angeles á dögunum. Pían er búin að skipta út stutta hárinu fyrir sítt enda um að gera að breyta til á nýju ári.
Rihanna er ekki óvön því að skipta um hárgreiðslur eins og nærbuxur og því ekki ljóst hvort hún muni skarta þessu síða hári lengi.
Smart.Rihanna hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu vegna sambands síns við fyrrverandi kærasta hennar, Chris Brown. Mikið hefur verið slúðrað um að þau séu byrjuð aftur saman en þau hafa hvorki játað því né neitað.