Hyundai/Kia spá minnsta vexti í 7 ár 7. janúar 2013 10:54 Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent
Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent