Elliðaár: Umsóknir verða færðar til Trausti Hafliðason skrifar 6. janúar 2013 23:17 Feðgar við veiðar í Elliðaánum. Mynd / Stefán „Það hefur verið vinnuregla undanfarin ár að þeim sem ekki komast að á morgunvöktum er reynt að koma fyrir á vaktir eftir hádegið," segir Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR), í stuttu spjalli við Veiðivísir. Eins og komið hefur fram sóttu nákvæmlega 1.000 félagsmenn um leyfi í Elliðaánum næsta sumar. Menn gátu sótt um að fá að veiða fyrir hádegi eða eftir hádegi. Margfalt fleiri félagsmenn sóttu um að fá morgunvakt eða 758 á meðan aðeins 242 sóttu um kvöldvakt. Ásmundur segir að reynt verði að hnika mönnum til eftir fremsta megni. Hins vegar sé ljóst að það verði ómögulegt að koma öllum að. Stjórn og starfsmenn SVFR hafa undanfarna daga unnið úr umsóknum félagsmanna. „Við byrjuðum að vinna úr umsóknum á fimmtudagskvöldið og helgin hefur verið nýtt ansi vel," segir Ásmundur. „Við reiknum með að það verði dregið um þau svæði sem þarf að draga um fyrri part vikunnar og vonandi verður úthlutun að mestu lokið um miðjan mánuðinn. Félagsmenn mega eiga von á því að fá upplýsingar um sína daga og greiðsluseðla með þeim í síðasta lagi um næstu mánaðamót."Kemur á óvart að fáir sæki um Torfurnar í Aðaldal Ásmundur segir að líkt og undanfarin ár séu alltaf ákveðin svæði sem njóti mestrar hylli. „Þau svæði sem eru vinsælust hjá okkur í ár, eins og svo oft áður, eru þau svæði sem eru með 2-6 stangir og þokkalega veiðivon. Straumar, Gljúfurá, Hítará, Gufudalsá og Bíldsfellið eru dæmi um svæði sem mikið er sótt um og þar þarf að draga um einhverja daga. En langmest er sótt um Elliðaárnar, þó svo að umsóknum þar hafi fækkað aðeins á milli ára." Að sögn Ásmundar eru umsóknirnar í ár að mestu leyti eins og við var að búast. Fátt hafi í raun komið á óvart - og þó. „Það kemur í raun alltaf á óvart hversu lítið er sótt um svæði eins og Torfurnar í Aðaldalnum og Eldvatnsbotna. Þetta eru svæði sem eru tiltölulega ódýr en með góða veiðivon."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði
„Það hefur verið vinnuregla undanfarin ár að þeim sem ekki komast að á morgunvöktum er reynt að koma fyrir á vaktir eftir hádegið," segir Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR), í stuttu spjalli við Veiðivísir. Eins og komið hefur fram sóttu nákvæmlega 1.000 félagsmenn um leyfi í Elliðaánum næsta sumar. Menn gátu sótt um að fá að veiða fyrir hádegi eða eftir hádegi. Margfalt fleiri félagsmenn sóttu um að fá morgunvakt eða 758 á meðan aðeins 242 sóttu um kvöldvakt. Ásmundur segir að reynt verði að hnika mönnum til eftir fremsta megni. Hins vegar sé ljóst að það verði ómögulegt að koma öllum að. Stjórn og starfsmenn SVFR hafa undanfarna daga unnið úr umsóknum félagsmanna. „Við byrjuðum að vinna úr umsóknum á fimmtudagskvöldið og helgin hefur verið nýtt ansi vel," segir Ásmundur. „Við reiknum með að það verði dregið um þau svæði sem þarf að draga um fyrri part vikunnar og vonandi verður úthlutun að mestu lokið um miðjan mánuðinn. Félagsmenn mega eiga von á því að fá upplýsingar um sína daga og greiðsluseðla með þeim í síðasta lagi um næstu mánaðamót."Kemur á óvart að fáir sæki um Torfurnar í Aðaldal Ásmundur segir að líkt og undanfarin ár séu alltaf ákveðin svæði sem njóti mestrar hylli. „Þau svæði sem eru vinsælust hjá okkur í ár, eins og svo oft áður, eru þau svæði sem eru með 2-6 stangir og þokkalega veiðivon. Straumar, Gljúfurá, Hítará, Gufudalsá og Bíldsfellið eru dæmi um svæði sem mikið er sótt um og þar þarf að draga um einhverja daga. En langmest er sótt um Elliðaárnar, þó svo að umsóknum þar hafi fækkað aðeins á milli ára." Að sögn Ásmundar eru umsóknirnar í ár að mestu leyti eins og við var að búast. Fátt hafi í raun komið á óvart - og þó. „Það kemur í raun alltaf á óvart hversu lítið er sótt um svæði eins og Torfurnar í Aðaldalnum og Eldvatnsbotna. Þetta eru svæði sem eru tiltölulega ódýr en með góða veiðivon."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði