Þetta og fleira fróðlegt segir í bókinni Sex kíló á sex vikum eftir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzson, sem bókaútgáfan Bjartur & Veröld gaf út nýverið.
Hér má finna uppskriftir að nokkrum aukabitum með lágum sykurstuðli sem einfalt er að útbúa:

Jarðarberjaþeytingur

Orkustangir
Tilvalið nesti til að taka með í vinnuna og í ferðalög. 25-30 stk.
600 g sykurlaust granóla
1 dl trönuber
½ dl furuhnetur
2 dl af blönduðum fræjum, s.s. graskersfræ og sólblómafræ
2 egg
Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Klæðið ofnskúffuna með bökunarpappír og dreifið blöndunni í skúffuna. Látið kólna og skerið síðan í bita.
Mangó- og trönuberjakúlur
12 stk.
2 sneiðar þurrkað mangó
1 dl kasjúhnetur
1 dl trönuber
3 dl kókósmjöl
½ dl vatn

Súkkulaðikúlur
12 stk.
2 gráfíkjur
½ dl vatn
1 dl kasjúhnetur
½ dl kakó
1 dl kókósmjöl
1 dl sesamfræ
Leggið gráfíkjurnar í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið við gráfíkjum, kakói og kókosmjöli og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar bollur og veltið upp úr sesamfræjum. Geymið á köldum stað.