Peter Schreyer ráðinn forstjóri Kia Motors 4. janúar 2013 10:00 Schreyer er maðurinn sem gerbreytti útliti Kia bílaÞjóðverjinn Peter Schreyer hefur verið ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin sjö ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer var kosinn maður ársins í bílaheiminum árið 2012 af bandaríska bílatímaritinu Automobile. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað allan bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee'd og pro_cee'd. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kemur á markað hér á landi innan skamms. Schreyer verður einn af þremur forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala fyrirtækisins margfaldast. Á Íslandi er Kia Motors þriðja mest selda bíltegundin og var með hátt í 10% markaðshlutdeild á árinu 2012. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent
Schreyer er maðurinn sem gerbreytti útliti Kia bílaÞjóðverjinn Peter Schreyer hefur verið ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin sjö ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer var kosinn maður ársins í bílaheiminum árið 2012 af bandaríska bílatímaritinu Automobile. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað allan bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee'd og pro_cee'd. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kemur á markað hér á landi innan skamms. Schreyer verður einn af þremur forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala fyrirtækisins margfaldast. Á Íslandi er Kia Motors þriðja mest selda bíltegundin og var með hátt í 10% markaðshlutdeild á árinu 2012.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent