Sjötugasta árlega Golden Globe verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í gær. Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi, en það er alltaf mikil spenna í loftinu þegar hulunni er svift af kjólunum á rauða dreglinum.
Athygli vakti hversu margar konur klæddust kjólum í fölbleikum lit. Það verður þá líklega það sem koma skal á næstu vikum.
Amanda Seyfried óaðfinnanleg í kjól úr smiðju Givenchy.
Amy Adams var glæsileg í kjól með hafmeyjusniði frá Marchesa.
Helen Hunt klæddist einnig kjól frá Dolce & Gabbana.
Isla Fisher tók sig vel út í kjól frá Reem Acra. Fölbleiki liturinn fer einstaklega vel við rauða hárið.
Jennifer Lopez í aðsniðnum kjól frá Zuhair Murad sem klæddi hana afar vel.