Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 33-28 | Jenný með stórleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2013 13:39 Mynd/Daníel Valur lagði Fram að velli 33-28 í uppgjöri toppliðanna í N1-deild kvenna í dag. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður heimakvenna sem tóku völdin í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en jafn. Valskonur skoruðu þrjú fyrstu mörkin en þá hrukku gestirnir í gang. Bláklæddar Safamýrastúlkur komust mest þremur mörkum yfir áður en Valskonur vöknuðu til lífsins og leiddu í hálfleik 14-13. Þær rauðklæddu tóku völdin í síðari hálfleik. Valskonur náðu fljótlega sex marka forskoti og þótt Framkonur reyndu að minnka þann mun komust þær aldrei nær Valskonum en sem nam þremur mörkum. Úr varð fimm marka sigur Valskvenna 35-28. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður vallarins í dag. Jenný varði 24 skot og mörg úr opnum færum. Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst Valskvenna með níu mörk líkt og Hrafnhildur Skúladóttir. Athygli vakti að Þorgerður Anna skoraði þrjú marka sinna með vinstri. Ekki amalegt að geta skotið með báðum höndum og nýttist sá eiginleiki Þorgerði vel í dag. Sóknarleikur Valskvenna var á köflum agalaus, sérstaklega í fyrri hálfleik. Línusendingar voru oft ómarkvissar og voru leikmenn liðsins kærulausir á köflum. Hjá Fram var Stella Sigurðardóttir í aðahlutverki eins og svo oft áður með tíu mörk. Nýting Stellu var þó ekki sérstök enda tók hún 22 skot í leiknum. Liðsfélagar hennar leituðu þó ítrekað til hennar sem varð til þess að sum skotin voru tekin úr erfiðri stöðu. Önnur varði Jenný sem fór á kostum í markinu. Birna Berg Haraldsdóttir hefði að ósekju mátt skjóta meira fyrir utan. Birna Berg er afar skotföst og Fram gæti gert betur í sóknarleik sínum að stilla upp fyrir hana og dreifa þar með ábyrgðinni betur í sókninni. Drífa Skúladóttir var í leikmannahópi Vals í dag og því fjórar Skúladætur á skýrslu heimakvenna. Valur er eftir sigurinn eitt í toppsæti deildarinnar að loknum ellefu umferðum. Liðið hefur 22 stig en Fram hefur 20 stig. Liðin eiga eftir að mætast í Safarmýri síðar á tímabilinu. Jenný: Þorgerður hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér„Tapið í deildarbikarnum var ansi súrt og við vorum staðráðnar að láta það ekki endurtaka sig. Við ætluðum ekki að missa af þessum tveimur stigum," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður Vals. „Þessi leikur átti að fara fram í október og er loksins spilaður núna. Við erum búnar að bíða lengi eftir honum," sagði Jenný sem var besti maður vallarins. Landsliðsmarkvörðurinn varði 25 skot, mörg hver úr dauðafærum. Athygli vakti að liðsfélagi Jennýjar, Þorgerður Anna Atladóttir, skoraði þrjú mörk með vinstri hendi en hún er rétthent. Jenný hló þegar undirritaður spurði hvort Þorgerður hefði verið að æfa þetta á meðan kvennalandsliðið lék í Serbíu. Þorgerður Anna gaf ekki kost á sér á Evrópumótið af persónulegum aðstæðum. „Hún hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér. Þetta er góður eiginleiki að hafa að geta bara skipt um hendi," sagði Jenný. Hún hlær aftur aðspurð hvort það sé ekki niðurlæging fyrir markvörð að láta rétthentan mann skora hjá sér með vinstri. „Mesta niðurlægingin er þegar örvhentur leikmaður fer inn úr þröngu færi í vinstra horninu og skorar framhjá manni. Þetta (hjá Þorgerði Önnu) er svona, já, þá er maður bara góður leikmaður og á kannski skilið að skora." Stella Sigurðar: Við spiluðum miklu skemmtilegri sóknarleik„Mér fannst varnarleikurinn okkar lélegur í seinni hálfleik og markvarslan í kjölfarið. Jenný var með 25 bolta og það er það sem skilur liðin að í dag," sagði stórskyttan Stella Sigurðardóttir í leikslok. „Við vorum alveg að skapa okkur færi en hún var að verja frá okkur. Mér fannst við spila miklu skemmtilegri sóknarleik allan leikinn en náðum ekki að koma boltanum í netið," sagði Stella sem var markahæst gestanna með tíu mörk úr 22 skotum. Fram lagði Val að velli í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum en tókst ekki að fylgja þeim sigri eftir í dag. Aðspurð hvort uppskriftin að sigri á Val hefði því ekki verið fundin sagði Stella: „Við höfum verið að vinna þær. Þetta fór í fimm leiki í úrslitakeppninni í fyrra þannig að það er ekki eins og við séum ekki búnar að vinna þær. Við vitum að við getum unnið þær," sagði Stella. Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Valur lagði Fram að velli 33-28 í uppgjöri toppliðanna í N1-deild kvenna í dag. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður heimakvenna sem tóku völdin í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en jafn. Valskonur skoruðu þrjú fyrstu mörkin en þá hrukku gestirnir í gang. Bláklæddar Safamýrastúlkur komust mest þremur mörkum yfir áður en Valskonur vöknuðu til lífsins og leiddu í hálfleik 14-13. Þær rauðklæddu tóku völdin í síðari hálfleik. Valskonur náðu fljótlega sex marka forskoti og þótt Framkonur reyndu að minnka þann mun komust þær aldrei nær Valskonum en sem nam þremur mörkum. Úr varð fimm marka sigur Valskvenna 35-28. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður vallarins í dag. Jenný varði 24 skot og mörg úr opnum færum. Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst Valskvenna með níu mörk líkt og Hrafnhildur Skúladóttir. Athygli vakti að Þorgerður Anna skoraði þrjú marka sinna með vinstri. Ekki amalegt að geta skotið með báðum höndum og nýttist sá eiginleiki Þorgerði vel í dag. Sóknarleikur Valskvenna var á köflum agalaus, sérstaklega í fyrri hálfleik. Línusendingar voru oft ómarkvissar og voru leikmenn liðsins kærulausir á köflum. Hjá Fram var Stella Sigurðardóttir í aðahlutverki eins og svo oft áður með tíu mörk. Nýting Stellu var þó ekki sérstök enda tók hún 22 skot í leiknum. Liðsfélagar hennar leituðu þó ítrekað til hennar sem varð til þess að sum skotin voru tekin úr erfiðri stöðu. Önnur varði Jenný sem fór á kostum í markinu. Birna Berg Haraldsdóttir hefði að ósekju mátt skjóta meira fyrir utan. Birna Berg er afar skotföst og Fram gæti gert betur í sóknarleik sínum að stilla upp fyrir hana og dreifa þar með ábyrgðinni betur í sókninni. Drífa Skúladóttir var í leikmannahópi Vals í dag og því fjórar Skúladætur á skýrslu heimakvenna. Valur er eftir sigurinn eitt í toppsæti deildarinnar að loknum ellefu umferðum. Liðið hefur 22 stig en Fram hefur 20 stig. Liðin eiga eftir að mætast í Safarmýri síðar á tímabilinu. Jenný: Þorgerður hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér„Tapið í deildarbikarnum var ansi súrt og við vorum staðráðnar að láta það ekki endurtaka sig. Við ætluðum ekki að missa af þessum tveimur stigum," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður Vals. „Þessi leikur átti að fara fram í október og er loksins spilaður núna. Við erum búnar að bíða lengi eftir honum," sagði Jenný sem var besti maður vallarins. Landsliðsmarkvörðurinn varði 25 skot, mörg hver úr dauðafærum. Athygli vakti að liðsfélagi Jennýjar, Þorgerður Anna Atladóttir, skoraði þrjú mörk með vinstri hendi en hún er rétthent. Jenný hló þegar undirritaður spurði hvort Þorgerður hefði verið að æfa þetta á meðan kvennalandsliðið lék í Serbíu. Þorgerður Anna gaf ekki kost á sér á Evrópumótið af persónulegum aðstæðum. „Hún hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér. Þetta er góður eiginleiki að hafa að geta bara skipt um hendi," sagði Jenný. Hún hlær aftur aðspurð hvort það sé ekki niðurlæging fyrir markvörð að láta rétthentan mann skora hjá sér með vinstri. „Mesta niðurlægingin er þegar örvhentur leikmaður fer inn úr þröngu færi í vinstra horninu og skorar framhjá manni. Þetta (hjá Þorgerði Önnu) er svona, já, þá er maður bara góður leikmaður og á kannski skilið að skora." Stella Sigurðar: Við spiluðum miklu skemmtilegri sóknarleik„Mér fannst varnarleikurinn okkar lélegur í seinni hálfleik og markvarslan í kjölfarið. Jenný var með 25 bolta og það er það sem skilur liðin að í dag," sagði stórskyttan Stella Sigurðardóttir í leikslok. „Við vorum alveg að skapa okkur færi en hún var að verja frá okkur. Mér fannst við spila miklu skemmtilegri sóknarleik allan leikinn en náðum ekki að koma boltanum í netið," sagði Stella sem var markahæst gestanna með tíu mörk úr 22 skotum. Fram lagði Val að velli í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum en tókst ekki að fylgja þeim sigri eftir í dag. Aðspurð hvort uppskriftin að sigri á Val hefði því ekki verið fundin sagði Stella: „Við höfum verið að vinna þær. Þetta fór í fimm leiki í úrslitakeppninni í fyrra þannig að það er ekki eins og við séum ekki búnar að vinna þær. Við vitum að við getum unnið þær," sagði Stella.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira