
Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.

Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.

Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.

Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum.
Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is
