Huffington Post fjallar ítarlega um íslensku ullarpeysuna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2013 09:30 Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira