Söng- og leikkonan Jennifer Lopez 43 ára gömul var stórglæsileg á frumsýningu kvikmyndarinnar Parker í gær klædd í hvítan Kaufman Franco síðkjól.
Kjóllinn vakti ekki síður lukku en frumsýningin en Jennifer, sem tekur sjálfa sig greinilega ekki alvarlega, setti mynd af sjálfri sér sem tekin var á sýningunni af bakhlið hennar á Instagram síðuna sína og skrifaði orðið "Boom!"