Handbolti

Sextán liða úrslit Símabikars kvenna af stað í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukakonan Karen Helga Sigurjónsdóttir.
Haukakonan Karen Helga Sigurjónsdóttir. Mynd/Stefán
Sextán liða úrslit Símabikars kvenna í handbolta hefjast í kvöld með tveimur spennuleikjum í Mýrinni í Garðabæ og í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Hinir þrír leikirnir fara síðan fram seinna í vikunni.

Leikir kvöldsins eru á milli Stjörnunnar og HK í Mýrinni klukkan 19.00 og á milli Hauka og Gróttu í Schencker Höllinni klukkan 19.30.

Allt eru þetta N1 deildarlið sem sitja hlið við hlið í töflunni. Stjarnan er í 4. sæti einu stigi á undan HK en Grótta er í 7. sæti einu stigi á undan Haukum.

HK hefur unnið báða deildarleiki sína á móti Stjörnunni í vetur en Haukar unnu eins marks sigur á Gróttu, 21-20, í eina deildarleik liðanna til þessa í vetur.

16 liða úrslit Símabikars kvenna 2012-13:

Þriðjudagur 22.jan.2013 19.00 Mýrin Stjarnan - HK

Þriðjudagur 22.jan.2013 19.30 Schenkerhöllin Haukar - Grótta

Miðvikudagur 23.jan.2013 19.00 Fylkishöll Fylkir - FH

Miðvikudagur 23.jan.2013 19.15 ÍM Grafarvogi Fjölnir - Selfoss

Föstudagur 25.jan.2013 19.30 Vestmannaeyjar ÍBV - Afturelding

Efstu tvö lið N1 deildar kvenna, Valur og Fram, sitja hjá í sextán liða úrslitunum ásamt ÍBV 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×