Fyrsta platan í fjóra áratugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 15:17 Hinn sjötugi Rodriguez hefur ekki gefið út plötu síðan 1971. Mynd/Getty Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira