Fyrsta platan í fjóra áratugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 15:17 Hinn sjötugi Rodriguez hefur ekki gefið út plötu síðan 1971. Mynd/Getty Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar. Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar.
Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira