Handbolti

Stella skoraði tíu mörk á Nesinu

Stella í leik með landsliðinu.
Stella í leik með landsliðinu.
Landsliðskonan Stella Sigurðardóttir var í miklu stuði í dag og skoraði að vild er Fram hristi Gróttu af sér í síðari hálfleik í N1-deild kvenna í dag.

Fram minnkaði forskot Vals á toppnum niður í tvö stig með sigrinum.

ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með öruggum sigri á Selfossi. HK komst svo upp fyrir FH í fimmta sætið með naumum sigri í Digranesi.

Úrslit:

ÍBV-Selfoss 31-17 (15-9)

Mörk ÍBV: Simona Vintale 7, Drífa Þorvaldsdóttir 7, Ivana Mladenovic 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Grigore Ggorgata 3, Rakel Hlynsdóttir 2, Ester Óskarsdóttir 2, Guðdís Jónatansdóttir 1.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Carmen Palamariu 5, Thelma Sif Kristjánsdóttir 2, Þúríður Guðjónsdóttir 2, Hildur Öder Einarsdóttir 1, Helga Rún Einarsdóttir 1, Auður Óskarsdóttir 1.

HK-FH 27-25 (14-11)

Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 12, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 7, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Nataly sæunn Valencia 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Arna Björk Almarsdóttir 1.

Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 9, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 3, Steinunn Snorradóttir 2, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 1.

Grótta-Fram 26-36 (15-17)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 9, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Unnur Ómarsdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Harpa Baldursdóttir 1, Guðríður Ósk Jónsdóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1.

Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×