Á fyrsta hringnum gerði Rice sér lítið fyrir og sló bolta í höfuð áhorfanda á 6. holu vallarins.
Rice var mjög örugg með sig eftir upphafshöggið. Horfði aðeins á eftir boltanum og tók svo upp tíið.
Höggið var ekki betra en svo að boltinn fór beint í höfuð áhorfandans sem steinlá og fékk heilahristing. Rice fékk símanúmerið hjá áhorfandanum og ætlar að gera vel við hann síðar.