Enn berast fregnir úr Star Wars-heimum. Auk nýju myndarinnar, sem stefnt er á að frumsýna árið 2015, stendur til að gera sérstakar myndir um þá Han Solo og Boba Fett.
Það var hálffertugur Harrison Ford sem lék Solo í fyrstu myndinni, og því þykir ólíklegt að hann endurtaki hlutverkið. Sérstaklega í ljósi þess að sólómynd Solo á að gerast á undan upprunalegu trílógíunni. Því verður að öllum líkindum nýr leikari fenginn til verksins.
Boba Fett-myndin er auðveldari í framkvæmd þar sem þessi vinsæla aukapersóna er alltaf með hjálm á hausnum, en limaburðirnir verða þó að vera í lagi.
Eins og frægt er orðið var það Disney-samsteypan sem keypti Lucasfilm á dögunum, og hefur það hleypt nýju lífi í þennan gamla myndaflokk.
Solo verður sóló
