Ný PlayStation leikjatölva kynnt til leiks í febrúar 6. febrúar 2013 13:59 Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira