Mercedes Benz kaupir 12% í kínversku bílafyrirtæki 5. febrúar 2013 15:00 Mercedes Benz stefnir að því að ná Audi og BMW í sölu bíla í Kína Audi og BMW selja mun fleiri bíla en Mercedes í Kína. Í síðustu viku keypti Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz 12% hlut í Bejing Automotive Group (BAIC) fyrir 111 milljarða króna og fær með því tvo menn í stjórn þess. Kaup þess eru liður í þeim áformum Mercedes að ná keppinautum sínum á lúxusbílamarkaði aftur, það er BMW og Audi. Það hefur sviðið mjög hjá Daimler að Mercedes hafi tapað á síðustu árum forystunni í sölu á lúxusbílum, en BMW tók framúr þeim í magni árið 2005 og Audi árið 2011. Því ætlar Mercedes að breyta og ná aftur forystunni fyrir enda þessa áratugar. Þessi nýju kaup eiga að tryggja betri aðgang að kínverskum bílamarkaði fyrir bæði Mercedes og BAIC og að auðveldara verði fyrir þau bæði að keppa á þeim vaxandi markaði. Tapaði forystunni í lúxusbílasölu Í Kína seldi Audi 406 þúsund bíla í fyrra og jók söluna um 30% milli ára á meðan Mercedes jók hana aðeins um 1,5% og náði 196 þúsund bíla sölu þar. BMW náði hinsvegar mestri aukningu, 40% og seldi 303 þúsund bíla. Því eru blikur á lofti fyrir Mercedes Benz á þessum mikilvæga markaði og ljóst að eitthvað róttækt varð að gera. Í hinum hrynjandi markaði í Evrópu eru vaxtatækifærin helst á nýmörkuðum og þar spilar Kína stærstan þátt. BAIC á meirihlutann í Bejing Benz Automotive Co. verksmiðjunni í Peking sem framleiðir Mercedes C- og E-class bíla og GLK jeppann. BAIC framleiðir einnig bíla í Kína fyrir Hyundai. Daimler og BAIC hafa einnig bundist samstarfi um söluumboð sín í Kína og sameina nú sjálfstæð umboð hvers um sig. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent
Audi og BMW selja mun fleiri bíla en Mercedes í Kína. Í síðustu viku keypti Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz 12% hlut í Bejing Automotive Group (BAIC) fyrir 111 milljarða króna og fær með því tvo menn í stjórn þess. Kaup þess eru liður í þeim áformum Mercedes að ná keppinautum sínum á lúxusbílamarkaði aftur, það er BMW og Audi. Það hefur sviðið mjög hjá Daimler að Mercedes hafi tapað á síðustu árum forystunni í sölu á lúxusbílum, en BMW tók framúr þeim í magni árið 2005 og Audi árið 2011. Því ætlar Mercedes að breyta og ná aftur forystunni fyrir enda þessa áratugar. Þessi nýju kaup eiga að tryggja betri aðgang að kínverskum bílamarkaði fyrir bæði Mercedes og BAIC og að auðveldara verði fyrir þau bæði að keppa á þeim vaxandi markaði. Tapaði forystunni í lúxusbílasölu Í Kína seldi Audi 406 þúsund bíla í fyrra og jók söluna um 30% milli ára á meðan Mercedes jók hana aðeins um 1,5% og náði 196 þúsund bíla sölu þar. BMW náði hinsvegar mestri aukningu, 40% og seldi 303 þúsund bíla. Því eru blikur á lofti fyrir Mercedes Benz á þessum mikilvæga markaði og ljóst að eitthvað róttækt varð að gera. Í hinum hrynjandi markaði í Evrópu eru vaxtatækifærin helst á nýmörkuðum og þar spilar Kína stærstan þátt. BAIC á meirihlutann í Bejing Benz Automotive Co. verksmiðjunni í Peking sem framleiðir Mercedes C- og E-class bíla og GLK jeppann. BAIC framleiðir einnig bíla í Kína fyrir Hyundai. Daimler og BAIC hafa einnig bundist samstarfi um söluumboð sín í Kína og sameina nú sjálfstæð umboð hvers um sig.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent