PlayStation 4 kynnt til leiks eftir 16 daga? 4. febrúar 2013 14:31 Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira