Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Trausti Hafliðason og Svavar Hávarðsson skrifar 2. febrúar 2013 21:00 Við Norðurá. Mynd / Trausti Hafliðason Þegar tilboð í Þverá og Kjarrá voru opnuð í lok árs 2011 var talað um að sprengju hefði verið varpað inn á markaðinn. Eins og alkunna er í veiðiheiminum hljóðaði hæsta tilboðið upp á 112 milljónir króna eða 560 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Óttuðust veiðimenn að þetta tilboð myndi smita út frá sér. Borgaðar yrðu himinháar fjárhæðir fyrir aðrar ár sem væru á leið í útboð og afleiðingarnar yrðu þær að veiðileyfi myndu hækka upp úr öllu valdi. Nú eru blikur á lofti. Á stuttum tíma hafa þrjú útboð verið haldin og hefur niðurstaðan verið undir væntingum að mati veiðiréttareigenda. Sex tilboð bárust í Mýrarkvísl í desember og var engu þeirra tekið. Áin verður að mestu friðuð næsta sumar.Þrjú útboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn í Skaftárhreppi á dögunum. Samkvæmt heimildum Veiðivísis voru þau öll nokkuð undir væntingum en ákvörðun um það hvort einhverju þeirra verði tekið verður tekin á fundi veiðiréttareigenda eftir rúma viku. Að lokum þá hafnaði Veiðifélag Norðurár báðum tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í ána. Hljóðuðu tilboðin upp á 83,5 milljónir annars vegar og 76,5 milljónir hins vegar. Þess bera að geta að Stangaveiðifélagið var eini aðilinn sem bauð í Norðurá því tilboð eða öllu heldur bréf, sem undirritað var af Gesti Jónssyni lögmanni fyrir hönd ónafngreindra umbjóðenda, var ekki metið sem gilt tilboð enda var í því ekki nefnd nein fjárhæð. Þessar vendingar vekja upp ýmsar spurningar um þróunina á þessum markaði og freistandi er að álykta sem svo að veiðileyfasalar hafi einfaldlega sagt „hingað og ekki lengra". Það er samt of snemmt að fullyrða nokkuð um það þó augljóslega sé eitthvað í gangi. Betra að leigja veiðihúsin út til ferðamanna Það er auðvitað ekki hægt að bera útboð Eldvatns eða Mýrarkvíslar saman við stóru útboðin. Útboðin í þessar „litlu" ár gefa hins vegar ákveðna vísbendingu um að veiðileyfasalar séu hikandi jafnvel þó upphæðirnar séu ekki taldar í tugum milljóna fyrir nokkurra ára samning. Einn viðmælandi Veiðivísis sagði að í sumum tilfellum, þar sem verið væri að leigja út smærri og ódýrari ár, væri staðan orðin sú að betra væri að leigja einfaldlega veiðihúsin út í almenna ferðaþjónustu, sem gistingu fyrir almenna ferðamenn. Þannig fengju veiðiréttareigendur meira fyrir peninginn. Hvort þetta verður reyndin hjá þeim veiðiréttareigendum, sem eiga góð veiðihús við „ódýrar" ár, verður tíminn að leiða í ljós. Þreyta í samstarfi SVFR og Veiðifélags Norðurár? Þá að stóra málinu. Norðurá er ein af stóru ánum og því vel óhætt að bera útboð hennar við Þverárútboðið í nóvember 2011. Norðurá hefur undanfarin 67 ár hefur verið í umsjá Stangaveiðifélags Reykjavíkur en hvað gerðist eiginlega á fundi Veiðifélags Norðurár, sem haldin var á Bifröst á þriðjudaginn, þegar báðum tilboðunum var hafnað? Veiðivísir hefur rætt við marga vegna þessa máls. Samkvæmt heimildum þá eru nokkrar skýringar á því hvers vegna tilboðum SVFR var hafnað. Andinn á fundi Veiðifélagsins var þannig að mikil þreyta væri komin í samstarfið við SVFR og til þess að geta byrjað upp á nýtt yrði félagið að hafna tilboðunum. Tilfinning landeigenda var enn fremur sú að SVFR væri svolítið búið að gefast upp. Hræddir við fjárhagsstöðu SVFR Þá mun einnig hafa komi fram það viðhorf á fundinum að menn væru hræddir við fjárhagsstöðu Stangaveiðifélagsins. Engin trygging væri til því félagið ætti ekkert, enga húseign eða neitt slíkt. Hvort þetta á við rök að styðjast verður ekki svarað hér. Aftur á móti má benda á það sem Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélagsins, sagði í viðtali í Fréttablaðinu 22. desember. Þar sagði hann Stangaveiðifélagið oft vera að leigja stórar og dýrar ár í þeim tilgangi að selja í þær veiðileyfi. „Það má lítið út af bera og öll áhættan í þessum bransa í dag er á veiðileyfasalanum. Mér finnst það ósanngjarnt. Auðvitað eiga báðir aðilar, veiðileyfasalar og veiðiréttareigendur að axla þessar byrðar saman." Kannski er þetta eitthvað sem menn ættu að velta betur fyrir sér í útboðum áa - að dreifa áhættunni. Hér hafa verið nefndar tvær ástæður fyrir því hvers vegna Veiðifélagið hafnaði SVFR - þreyta í samstarfinu og ótti við fjárhagsstöðu Stangaveiðifélagsins. En eru þetta sannfærandi rök? Því er vandsvarað. Samkvæmt heimildum Veiðivísis var nefnd ein ástæða til viðbótar og kannski er hún sú líklegasta. Norðurá töluð niður Þegar Veiðifélag Norðurár ákvað að bjóða ána út fannst veiðiréttareigendum eins og áin hafi verið töluð niður og voru þeir mjög ósáttir við það. Það viðhorf kom fram á fundinum á Bifröst að leigutakinn, Stangaveiðifélagið, hefði verið að rýra eignina út á við með því að tala Norðurá niður; tala um laka veiði síðasta sumar, viðvarandi vatnsleysi og svo fram eftir götunum. Í staðinn fyrir að fókusa á hverju áin hefði verið skila að meðaltali undanfarin ár. Það koma alltaf lök ár. Þetta hafi orðið til þess að aðrir leigutakar hafi hreinlega ekki lagt í að bjóða í Norðurá því slíkt hefði ekki litið vel út á við. Með því hefði viðkomandi aðili verið að stinga Stangaveiðifélagið í bakið og hækka verð á veiðileyfum sem hefði ekki hlotið góðan hljómgrunn á meðal íslenskra veiðimanna. Í heljargreipum Samkvæmt heimildum Veiðivísis eru landeigendur alveg meðvitaðir um að hugsanlega geti niðurstaðan á endanum orðið sú að félagið muni taka tilboði sem í krónutölu er svipað og tilboð SVFR var. Landeigendur voru bara ósáttir við þá þögn sem ríkti í veiðiheiminum á meðan útboðið fór fram „það var eins og Stangaveiðifélagið væri með þetta allt í heljargreipum og enginn þorði að gera neitt til að styggja ekki félagið," sagði einn viðmælandi Veiðivísis. Það er líka ekkert leyndarmál að landeigendur við Norðurá hafa gjarnan borið sig saman við Þverá að því leyti að Norðurá hefur í gegnum árin verið um 5 til 15 prósentum ódýrari í útleigu en Þverá. Miðað við tilboð SVFR var þessi munur kominn í 20 til 25 prósent og það gátu Norðurárbændur ekki sætt sig við en kannski gleyma þeir því að líklega náði markaðurinn nýjum hæðum í Þverárútboðinu - hugsanlega er hann kominn að endimörkum. trausti@frettabladid.issvavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Þegar tilboð í Þverá og Kjarrá voru opnuð í lok árs 2011 var talað um að sprengju hefði verið varpað inn á markaðinn. Eins og alkunna er í veiðiheiminum hljóðaði hæsta tilboðið upp á 112 milljónir króna eða 560 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Óttuðust veiðimenn að þetta tilboð myndi smita út frá sér. Borgaðar yrðu himinháar fjárhæðir fyrir aðrar ár sem væru á leið í útboð og afleiðingarnar yrðu þær að veiðileyfi myndu hækka upp úr öllu valdi. Nú eru blikur á lofti. Á stuttum tíma hafa þrjú útboð verið haldin og hefur niðurstaðan verið undir væntingum að mati veiðiréttareigenda. Sex tilboð bárust í Mýrarkvísl í desember og var engu þeirra tekið. Áin verður að mestu friðuð næsta sumar.Þrjú útboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn í Skaftárhreppi á dögunum. Samkvæmt heimildum Veiðivísis voru þau öll nokkuð undir væntingum en ákvörðun um það hvort einhverju þeirra verði tekið verður tekin á fundi veiðiréttareigenda eftir rúma viku. Að lokum þá hafnaði Veiðifélag Norðurár báðum tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í ána. Hljóðuðu tilboðin upp á 83,5 milljónir annars vegar og 76,5 milljónir hins vegar. Þess bera að geta að Stangaveiðifélagið var eini aðilinn sem bauð í Norðurá því tilboð eða öllu heldur bréf, sem undirritað var af Gesti Jónssyni lögmanni fyrir hönd ónafngreindra umbjóðenda, var ekki metið sem gilt tilboð enda var í því ekki nefnd nein fjárhæð. Þessar vendingar vekja upp ýmsar spurningar um þróunina á þessum markaði og freistandi er að álykta sem svo að veiðileyfasalar hafi einfaldlega sagt „hingað og ekki lengra". Það er samt of snemmt að fullyrða nokkuð um það þó augljóslega sé eitthvað í gangi. Betra að leigja veiðihúsin út til ferðamanna Það er auðvitað ekki hægt að bera útboð Eldvatns eða Mýrarkvíslar saman við stóru útboðin. Útboðin í þessar „litlu" ár gefa hins vegar ákveðna vísbendingu um að veiðileyfasalar séu hikandi jafnvel þó upphæðirnar séu ekki taldar í tugum milljóna fyrir nokkurra ára samning. Einn viðmælandi Veiðivísis sagði að í sumum tilfellum, þar sem verið væri að leigja út smærri og ódýrari ár, væri staðan orðin sú að betra væri að leigja einfaldlega veiðihúsin út í almenna ferðaþjónustu, sem gistingu fyrir almenna ferðamenn. Þannig fengju veiðiréttareigendur meira fyrir peninginn. Hvort þetta verður reyndin hjá þeim veiðiréttareigendum, sem eiga góð veiðihús við „ódýrar" ár, verður tíminn að leiða í ljós. Þreyta í samstarfi SVFR og Veiðifélags Norðurár? Þá að stóra málinu. Norðurá er ein af stóru ánum og því vel óhætt að bera útboð hennar við Þverárútboðið í nóvember 2011. Norðurá hefur undanfarin 67 ár hefur verið í umsjá Stangaveiðifélags Reykjavíkur en hvað gerðist eiginlega á fundi Veiðifélags Norðurár, sem haldin var á Bifröst á þriðjudaginn, þegar báðum tilboðunum var hafnað? Veiðivísir hefur rætt við marga vegna þessa máls. Samkvæmt heimildum þá eru nokkrar skýringar á því hvers vegna tilboðum SVFR var hafnað. Andinn á fundi Veiðifélagsins var þannig að mikil þreyta væri komin í samstarfið við SVFR og til þess að geta byrjað upp á nýtt yrði félagið að hafna tilboðunum. Tilfinning landeigenda var enn fremur sú að SVFR væri svolítið búið að gefast upp. Hræddir við fjárhagsstöðu SVFR Þá mun einnig hafa komi fram það viðhorf á fundinum að menn væru hræddir við fjárhagsstöðu Stangaveiðifélagsins. Engin trygging væri til því félagið ætti ekkert, enga húseign eða neitt slíkt. Hvort þetta á við rök að styðjast verður ekki svarað hér. Aftur á móti má benda á það sem Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélagsins, sagði í viðtali í Fréttablaðinu 22. desember. Þar sagði hann Stangaveiðifélagið oft vera að leigja stórar og dýrar ár í þeim tilgangi að selja í þær veiðileyfi. „Það má lítið út af bera og öll áhættan í þessum bransa í dag er á veiðileyfasalanum. Mér finnst það ósanngjarnt. Auðvitað eiga báðir aðilar, veiðileyfasalar og veiðiréttareigendur að axla þessar byrðar saman." Kannski er þetta eitthvað sem menn ættu að velta betur fyrir sér í útboðum áa - að dreifa áhættunni. Hér hafa verið nefndar tvær ástæður fyrir því hvers vegna Veiðifélagið hafnaði SVFR - þreyta í samstarfinu og ótti við fjárhagsstöðu Stangaveiðifélagsins. En eru þetta sannfærandi rök? Því er vandsvarað. Samkvæmt heimildum Veiðivísis var nefnd ein ástæða til viðbótar og kannski er hún sú líklegasta. Norðurá töluð niður Þegar Veiðifélag Norðurár ákvað að bjóða ána út fannst veiðiréttareigendum eins og áin hafi verið töluð niður og voru þeir mjög ósáttir við það. Það viðhorf kom fram á fundinum á Bifröst að leigutakinn, Stangaveiðifélagið, hefði verið að rýra eignina út á við með því að tala Norðurá niður; tala um laka veiði síðasta sumar, viðvarandi vatnsleysi og svo fram eftir götunum. Í staðinn fyrir að fókusa á hverju áin hefði verið skila að meðaltali undanfarin ár. Það koma alltaf lök ár. Þetta hafi orðið til þess að aðrir leigutakar hafi hreinlega ekki lagt í að bjóða í Norðurá því slíkt hefði ekki litið vel út á við. Með því hefði viðkomandi aðili verið að stinga Stangaveiðifélagið í bakið og hækka verð á veiðileyfum sem hefði ekki hlotið góðan hljómgrunn á meðal íslenskra veiðimanna. Í heljargreipum Samkvæmt heimildum Veiðivísis eru landeigendur alveg meðvitaðir um að hugsanlega geti niðurstaðan á endanum orðið sú að félagið muni taka tilboði sem í krónutölu er svipað og tilboð SVFR var. Landeigendur voru bara ósáttir við þá þögn sem ríkti í veiðiheiminum á meðan útboðið fór fram „það var eins og Stangaveiðifélagið væri með þetta allt í heljargreipum og enginn þorði að gera neitt til að styggja ekki félagið," sagði einn viðmælandi Veiðivísis. Það er líka ekkert leyndarmál að landeigendur við Norðurá hafa gjarnan borið sig saman við Þverá að því leyti að Norðurá hefur í gegnum árin verið um 5 til 15 prósentum ódýrari í útleigu en Þverá. Miðað við tilboð SVFR var þessi munur kominn í 20 til 25 prósent og það gátu Norðurárbændur ekki sætt sig við en kannski gleyma þeir því að líklega náði markaðurinn nýjum hæðum í Þverárútboðinu - hugsanlega er hann kominn að endimörkum. trausti@frettabladid.issvavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði