Vefsíða grínistans og spjallþáttastjórnandans Conan O'Brien, Team Coco, hvatti lesendur sína í gær til þess að streyma nýjustu plötu íslensku sveitarinnar Sin Fang.
Platan, sem ber nafnið Flowers, kom út þann 1. febrúar undir merkjum Morr Music, og hefur fengið glimrandi dóma frá gagnrýnendum.
Conan O'Brien, eða í það minnsta einhver í starfsliði hans, virðist vera hrifinn, og spurning hvort eiga megi von á tónlistaratriði frá Sin Fang í spjallþættinum.
