50.000 Nissan Leaf seldir Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 14:30 95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent
95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent