Kaupa Kínverjar Fisker? Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 11:15 Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent
Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent