Björn Bragi Arnarsson stjórnandi Týndu kynslóðarinnar var kosinn sjónvarpsmaður ársins á Eddunni um helgina. Þeir fjórir sjónvarpsmenn sem röðuðu sér í efstu sætin ásamt Braga voru Andri Freyr Viðarsson, Gísli Einarsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sigmar Guðmundsson.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Loga Bergmann Eiðsson afhenda Birni Edduna.

