Rússar vilja eigið lúxusbílamerki Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2013 09:15 Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent
Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent