Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Kristján Hjálmarsson skrifar 17. febrúar 2013 17:48 Björgvin Guðmundsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, er veikur fyrir veiði. Hann byrjaði að veiða árið 2004 og þá aðeins á maðk. Nú kann hann betur að meta handsmíðaða stöng sem hann keypti á Ebay. Hann svarar hér nokkrum spurningum fyrir Veiðivísi og segir meðal annars frá bráðskemmtilegu atviki úr Langadrætti í Hítará.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði frekar seint eða árið 2004. Eins og fleiri þvældist ég í fyrstu með fjölskyldu og vinum sem voru lengra komnir í veiðidellunni. Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Fyrsti alvöru veiðitúrinn minn var í Soginu, fyrir landi Ásgarðs. Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Fyrsta sumarið veiddi ég á maðkastöng því ég þekkti ekkert annað. Ég fékk minn fyrsta lax neðan við Hvannhólma í Soginu. Næsta sumar mætti ég vopnaður flugustöng í veiðina, var laxlaus það sumar en hef ekki snert maðk síðan.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Það var sumarið 2005 eftir að hafa farið í kastkennslu til Stefáns Hjaltested. Um vorið varð ég fárveikur. Fór svo í Veiðivon og keypti Sapporo stöng með hjóli fyrir línu 8 og nota hana enn. Köstin voru ekki glæsileg og vindur var minn versti óvinur.Fyrsti flugufiskurinn? Það reyndi fyrst á þolinmæðina. Ég kastaði flugunni allt sumarið 2005 og til loka ágúst 2006 án þess að fá svo mikið sem nart. Ég átti allar stangirnar í Blöndu á svæði 1 um mánaðarmót ágúst og september. Ég hafði keypt leyfin á útsölu enda átti áin að vera komin á yfirfall og óveiðanleg. Ég bauð vinum mínum með mér og af einskærri heppni var áin ekki á yfirfalli. Það hafði samt gengið illa hjá okkur. Rétt áður en við hættum á degi tvö kom skúr. Það var að verða dimmt. Ég var að veiða í Damminum og ákvað að setja litla micro flugu undir. Ég sagði í gríni að hún sæist ekki í þessu dýpi og myrkri. Við vorum að fara að hætta þegar lax nelgdi fluguna. Mér brá svo að ég datt næstum og í mikilli geðshræringu náði ég að landa laxinum án þess að nota háf með aðstoð vina minna. Síðan hef ég haft mikla trú á litlum flugum og nota helst ekki háf.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Mál þróuðust þannig að ég byrjaði í laxinum. Fyrstu sumrin fór ég bara í lax og reyndi að þefa uppi ódýr leyfi í bland við flottari ár sem ég sótti. Síðustu sumur hef ég meira kunnað að meta annan veiðiskap. Ég sæki í sjóbirting vegna þess að þá get ég byrjað snemma á vorin. Ég fer í bleikjuna því hún er skemmtileg og leyfin ódýrari þannig að ég get veitt meira. Síðustu tvö sumur hef ég fallið fyrir urriðanum, sem er í fyrsta sæti hjá mér núna. Alvöru stangveiðimenn átta sig á að urriðaveiðin er mest krefjandi. Laxveiðin er barnaleikur samanborin við eltingarleikinn við urriðann. Og árnar sem geyma urriðann eru oftast ótrúlega fallegar.Eftirminnilegasti fiskurinn? Ætli það sé ekki fiskur sem ég náði í byrjun júní síðasta sumar. Þá náði ég urriða sem skipar sérstakan sess þar sem ég er að stíga mín fyrstu skref í þurrfluguveiði. Við vorum búnir að vera í kulda og trekki við veiðar í Svartá í Bárðardal. Einn morgunin var jörð alhvít og lítið gekk. Ég hef lýst þessu einhvern veginn svona: Það var hálftími eftir af síðustu vaktinni, sólin braust fram, vindur datt niður og flugan tyllti sér á vatnsyfirborðið. Ég sá tvo fallega fiska byrja að vaka við Girðingarhyl; týna fluguna af yfirborðinu. Þetta var tækifærið sem ég hafði beðið eftir í þrjá daga! Ég reyndi hverja fluguna eftir aðra. Fór í gegnum boxið. Að lokum setti ég síðustu þurrfluguna undir áður en ég þurfti að hætta. Urriðinn skoðaði hana og búmm. 20 mínútna slagur og ég landaði 54 cm urriða á nýja stöng fyrir línu þrjú, sem ég var að vígja í ferðinni. Maður er í þessu fyrir þessi augnablik.Straumvatn eða stöðuvötn? Ég fer í stöðuvötn á vorin og þá aðallega Þingvallavatn, sem er einhver fallegasti veiðistaður á Íslandi og stutt frá höfuðborginni. Annars nenni ég síður að hanga í vötnum og er hrifnari af straumvatni. Þó finnst mér Hlíðarvatn mjög skemmtilegt enda Ármaður.Uppáhalds áin/vatnið? Þær ár sem ég hef veitt mest í er Svartá í Svartárdal, sem hefur verið mín uppáhalds laxveiðiá og ég þekki best. Svartá í Bárðardal er uppáhalds urriðaáin mín.Uppáhalds veiðistaðirnir? Krókeyrarhylur í Svartá í Svartárdal. Gjöfull staður sem geymir fisk allt sumarið. Gott rennsli á vatninu sem gefur færi á yfirborðstöku. Hæfilega stór og fallegt umhverfi. Breiðin í Hítará af þeirri einföldu staðreynd að þarna tók ég minn fyrsta lax á hitch túpu klukkan sjö að morgni í blanka logni og sól. Gríðarlega fallegur. Þessi staður er annars nánast ónýtur það sem eftir er dagsins. Girðingarhylur í Svartá í Bárðardal. Þarna tók ég minn fyrsta urriða á þurrflugu á þristinn minn. Veiðimaður sér vel ofan í hylinn þar sem hann felur sig upp á bakkanum. Rennslið er hægt og það þarf ákveðna lægni til að láta fluguna detta á réttan stað. En spennan sem fylgir því að fylgjast með urriðanum skoða flugurnar er mögnuð. Og takan á endanum fullkomin.Veiða/sleppa. Skoðun þín? Reglan hjá mér er að sleppa öllum fiski. Ég hirði af og til smálax til að elda, helst strax að lokinni veiðiferð. Ég læt reykja tvo til þrjá laxa yfir sumarið og geymi. Ekki meira. Ég sleppi öllum stórlaxi. Ég hirði svo bleikjur sem nægir í máltíðir í vikunni eftir veiðiferð. Mér finnst að allir ættu að fylgja þessari reglu. Ég geri ekki athugasemdir við það ef sleppa þarf öllum fiski, en finnst að veiðimenn mættu hirða einn fisk kjósi þeir það.Uppáhalds flugurnar Smáar flugur eru uppáhalds flugurnar mínar. Micro túpur ýmiskonar, hitch túpur og svo þurrflugur. Nú er ég orðinn veikur fyrir einkrækjum. Ég tók einn lax í fyrra á Collie dog einkrækju með Portlandsbragði í Langadrætti í Hítará. Það hafði enginn fiskur náðst þar upp í þrjár vaktir þótt allt væri krökt af fiski. Það var stórkostlegt.Á hvað veiðir þú; stengur, hjól, línur? Ég nota mest Sage stöng, Z-Axis, fyrir línu sex. Hún er tíu fet og því lengri en þessi hefðbundnu 9,6 feta. Fullkomið jafnvægi næst svo með Lamson Litespeed hjóli. Svo geymi ég alltaf gömlu Sapporo stöngina, fyrstu flugustöngina, fyrir línu átta sem ég nota fyrir ruddalegri flugur eins og túpur. Ég vil samt helst ekki setja hana saman nema í lok veiðiferðar þegar ég er að missa þolinmæðina (sem gerist sjaldan). Fyrir tveimur árum keypti ég heimasmíðaða flugustöng á Ebay og ódýrt bremsulaust hjól fyrir línu númer þrjú. Hún hefur reynst mér mjög vel og gerir bæði bleikjuveiði og urriðaveiði að algjöru ævintýri. Einnig er ég með Scierra tvíhendu í bílnum, sem ég er ekki nógu góður að kasta. Er að æfa spey-köstin og ætla að ná þeim næsta sumar.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Já, fasta ferðir í vorveiði og sumarveiði í sjóbirting, urriða og lax. En það er leyndarmál hvert ég fer og hvenær.Hvar á að veiða í sumar? Ég á lítið bókað í sumar miðað við sumarið 2012. Fjórir laxatúrar, tvær ferðir í vorveiði og svo fer ég alltaf einn túr í september en ekki liggur enn fyrir hvert. En það eru stanslaus boð um að bætast í holl svo ég hef ekki áhyggjur. Ég ætla að veiða minna næsta sumar en ég hef gert síðustu sumur. Það er að minnsta kosti stefnan núna.Álit á þróun stangveiði á Íslandi? Maður getur alltaf kvartað yfir því að þetta kosti of mikið. En það er bara þróun sem maður ræður ekki við. Fyrirkomulag á veiði á Íslandi, svæðaskipting, stangafjöldi og veiðitími, er til fyrirmyndar. Hins vegar fer mest í taugarnar á mér að þurfa að greiða mikið fyrir mat og gistingu. Ég kýs látlausari hús þar sem menn grilla ofan í sig sjálfir. Ég er ekki að leita eftir hóteli og hótelmat í veiði. Fer á hótel til þess.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Ég fer í veiði til að fanga fisk, njóta náttúrunnar og eyða tíma með veiðifélögum.Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Við byrjum á því að heiðra allar ár í upphafi veiðiferðar. Það er gert þannig að single malt viskíi er hellt í sérstök staup, það drukkið í einum teig og svo er drukkið úr ánni. Ef víski er ekki við höndina, sem gerist sjaldan, er bara drukkið úr ánni.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Hverjir? Undir sérstöku nafni? Ég er í veiðifélaginu Heston. En hef tengingar í marga veiðihópa sem allir eru skemmtilegir og veiði með fjölbreyttum hópi fólks á hverju ári.Veiðisagan...? Ég náði fyrsta laxinu á einkrækju með Portlandsbragði í Langadrætti í Hítará síðasta sumar. Það hafði ekkert veiðst í Langadrætti í nokkrar vaktir þótt fiskur sýndi sig um allan veiðistaðin. Ég vissi af fiski fyrir ofan einn stein í miðri á. Hann kom í fluguna mína svo ég vissi að eitthvað var að virka. Skipti um flugu og þá datt allt niður. Setti aftur undir Collie dog einkrækju, hnýtti Portland og hann tók í öðru kasti. Ég tók mér góðan tíma að landa fiskinum því mér fannst takan hafa verið grunn. Svo færði ég mig rólega upp á bakkann og ætlaði að stranda laxinum á sandeyri. Minn góði veiðifélagi, sem ég nafngreini ekki af tillitsemi, ætlaði síðan að sporðtaka fiskinn. Eitthvað fældist fiskurinn við það og náði að synda aftur út í ánna. Félagi minn snérist í hring, var næstum því dottinn um línuna, ég tók á fiskinum sem var aftur komin upp á eyrina og í fátinu, þegar veiðifélaginn loksins áttaði sig á því hvar fiskurinn lág, ætlaði hann að sporðtaka hann en sparkaði þess í stað í hann. Það endaði þannig að laxinn losnaði af önglinum, flaug út í á og kvaddi okkur fyrir fullt og allt. Fyrir tilviljun voru aðrir úr hollinu að fylgjast með lönduninni. Þeir höfðu á orði, á milli hlátraskalla, að ef þeir myndu verða svo óheppnir að þjást af elliglöpum á efri árum væri þessi sýn sú síðasta sem hyrfi. Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Björgvin Guðmundsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, er veikur fyrir veiði. Hann byrjaði að veiða árið 2004 og þá aðeins á maðk. Nú kann hann betur að meta handsmíðaða stöng sem hann keypti á Ebay. Hann svarar hér nokkrum spurningum fyrir Veiðivísi og segir meðal annars frá bráðskemmtilegu atviki úr Langadrætti í Hítará.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði frekar seint eða árið 2004. Eins og fleiri þvældist ég í fyrstu með fjölskyldu og vinum sem voru lengra komnir í veiðidellunni. Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Fyrsti alvöru veiðitúrinn minn var í Soginu, fyrir landi Ásgarðs. Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Fyrsta sumarið veiddi ég á maðkastöng því ég þekkti ekkert annað. Ég fékk minn fyrsta lax neðan við Hvannhólma í Soginu. Næsta sumar mætti ég vopnaður flugustöng í veiðina, var laxlaus það sumar en hef ekki snert maðk síðan.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Það var sumarið 2005 eftir að hafa farið í kastkennslu til Stefáns Hjaltested. Um vorið varð ég fárveikur. Fór svo í Veiðivon og keypti Sapporo stöng með hjóli fyrir línu 8 og nota hana enn. Köstin voru ekki glæsileg og vindur var minn versti óvinur.Fyrsti flugufiskurinn? Það reyndi fyrst á þolinmæðina. Ég kastaði flugunni allt sumarið 2005 og til loka ágúst 2006 án þess að fá svo mikið sem nart. Ég átti allar stangirnar í Blöndu á svæði 1 um mánaðarmót ágúst og september. Ég hafði keypt leyfin á útsölu enda átti áin að vera komin á yfirfall og óveiðanleg. Ég bauð vinum mínum með mér og af einskærri heppni var áin ekki á yfirfalli. Það hafði samt gengið illa hjá okkur. Rétt áður en við hættum á degi tvö kom skúr. Það var að verða dimmt. Ég var að veiða í Damminum og ákvað að setja litla micro flugu undir. Ég sagði í gríni að hún sæist ekki í þessu dýpi og myrkri. Við vorum að fara að hætta þegar lax nelgdi fluguna. Mér brá svo að ég datt næstum og í mikilli geðshræringu náði ég að landa laxinum án þess að nota háf með aðstoð vina minna. Síðan hef ég haft mikla trú á litlum flugum og nota helst ekki háf.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Mál þróuðust þannig að ég byrjaði í laxinum. Fyrstu sumrin fór ég bara í lax og reyndi að þefa uppi ódýr leyfi í bland við flottari ár sem ég sótti. Síðustu sumur hef ég meira kunnað að meta annan veiðiskap. Ég sæki í sjóbirting vegna þess að þá get ég byrjað snemma á vorin. Ég fer í bleikjuna því hún er skemmtileg og leyfin ódýrari þannig að ég get veitt meira. Síðustu tvö sumur hef ég fallið fyrir urriðanum, sem er í fyrsta sæti hjá mér núna. Alvöru stangveiðimenn átta sig á að urriðaveiðin er mest krefjandi. Laxveiðin er barnaleikur samanborin við eltingarleikinn við urriðann. Og árnar sem geyma urriðann eru oftast ótrúlega fallegar.Eftirminnilegasti fiskurinn? Ætli það sé ekki fiskur sem ég náði í byrjun júní síðasta sumar. Þá náði ég urriða sem skipar sérstakan sess þar sem ég er að stíga mín fyrstu skref í þurrfluguveiði. Við vorum búnir að vera í kulda og trekki við veiðar í Svartá í Bárðardal. Einn morgunin var jörð alhvít og lítið gekk. Ég hef lýst þessu einhvern veginn svona: Það var hálftími eftir af síðustu vaktinni, sólin braust fram, vindur datt niður og flugan tyllti sér á vatnsyfirborðið. Ég sá tvo fallega fiska byrja að vaka við Girðingarhyl; týna fluguna af yfirborðinu. Þetta var tækifærið sem ég hafði beðið eftir í þrjá daga! Ég reyndi hverja fluguna eftir aðra. Fór í gegnum boxið. Að lokum setti ég síðustu þurrfluguna undir áður en ég þurfti að hætta. Urriðinn skoðaði hana og búmm. 20 mínútna slagur og ég landaði 54 cm urriða á nýja stöng fyrir línu þrjú, sem ég var að vígja í ferðinni. Maður er í þessu fyrir þessi augnablik.Straumvatn eða stöðuvötn? Ég fer í stöðuvötn á vorin og þá aðallega Þingvallavatn, sem er einhver fallegasti veiðistaður á Íslandi og stutt frá höfuðborginni. Annars nenni ég síður að hanga í vötnum og er hrifnari af straumvatni. Þó finnst mér Hlíðarvatn mjög skemmtilegt enda Ármaður.Uppáhalds áin/vatnið? Þær ár sem ég hef veitt mest í er Svartá í Svartárdal, sem hefur verið mín uppáhalds laxveiðiá og ég þekki best. Svartá í Bárðardal er uppáhalds urriðaáin mín.Uppáhalds veiðistaðirnir? Krókeyrarhylur í Svartá í Svartárdal. Gjöfull staður sem geymir fisk allt sumarið. Gott rennsli á vatninu sem gefur færi á yfirborðstöku. Hæfilega stór og fallegt umhverfi. Breiðin í Hítará af þeirri einföldu staðreynd að þarna tók ég minn fyrsta lax á hitch túpu klukkan sjö að morgni í blanka logni og sól. Gríðarlega fallegur. Þessi staður er annars nánast ónýtur það sem eftir er dagsins. Girðingarhylur í Svartá í Bárðardal. Þarna tók ég minn fyrsta urriða á þurrflugu á þristinn minn. Veiðimaður sér vel ofan í hylinn þar sem hann felur sig upp á bakkanum. Rennslið er hægt og það þarf ákveðna lægni til að láta fluguna detta á réttan stað. En spennan sem fylgir því að fylgjast með urriðanum skoða flugurnar er mögnuð. Og takan á endanum fullkomin.Veiða/sleppa. Skoðun þín? Reglan hjá mér er að sleppa öllum fiski. Ég hirði af og til smálax til að elda, helst strax að lokinni veiðiferð. Ég læt reykja tvo til þrjá laxa yfir sumarið og geymi. Ekki meira. Ég sleppi öllum stórlaxi. Ég hirði svo bleikjur sem nægir í máltíðir í vikunni eftir veiðiferð. Mér finnst að allir ættu að fylgja þessari reglu. Ég geri ekki athugasemdir við það ef sleppa þarf öllum fiski, en finnst að veiðimenn mættu hirða einn fisk kjósi þeir það.Uppáhalds flugurnar Smáar flugur eru uppáhalds flugurnar mínar. Micro túpur ýmiskonar, hitch túpur og svo þurrflugur. Nú er ég orðinn veikur fyrir einkrækjum. Ég tók einn lax í fyrra á Collie dog einkrækju með Portlandsbragði í Langadrætti í Hítará. Það hafði enginn fiskur náðst þar upp í þrjár vaktir þótt allt væri krökt af fiski. Það var stórkostlegt.Á hvað veiðir þú; stengur, hjól, línur? Ég nota mest Sage stöng, Z-Axis, fyrir línu sex. Hún er tíu fet og því lengri en þessi hefðbundnu 9,6 feta. Fullkomið jafnvægi næst svo með Lamson Litespeed hjóli. Svo geymi ég alltaf gömlu Sapporo stöngina, fyrstu flugustöngina, fyrir línu átta sem ég nota fyrir ruddalegri flugur eins og túpur. Ég vil samt helst ekki setja hana saman nema í lok veiðiferðar þegar ég er að missa þolinmæðina (sem gerist sjaldan). Fyrir tveimur árum keypti ég heimasmíðaða flugustöng á Ebay og ódýrt bremsulaust hjól fyrir línu númer þrjú. Hún hefur reynst mér mjög vel og gerir bæði bleikjuveiði og urriðaveiði að algjöru ævintýri. Einnig er ég með Scierra tvíhendu í bílnum, sem ég er ekki nógu góður að kasta. Er að æfa spey-köstin og ætla að ná þeim næsta sumar.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Já, fasta ferðir í vorveiði og sumarveiði í sjóbirting, urriða og lax. En það er leyndarmál hvert ég fer og hvenær.Hvar á að veiða í sumar? Ég á lítið bókað í sumar miðað við sumarið 2012. Fjórir laxatúrar, tvær ferðir í vorveiði og svo fer ég alltaf einn túr í september en ekki liggur enn fyrir hvert. En það eru stanslaus boð um að bætast í holl svo ég hef ekki áhyggjur. Ég ætla að veiða minna næsta sumar en ég hef gert síðustu sumur. Það er að minnsta kosti stefnan núna.Álit á þróun stangveiði á Íslandi? Maður getur alltaf kvartað yfir því að þetta kosti of mikið. En það er bara þróun sem maður ræður ekki við. Fyrirkomulag á veiði á Íslandi, svæðaskipting, stangafjöldi og veiðitími, er til fyrirmyndar. Hins vegar fer mest í taugarnar á mér að þurfa að greiða mikið fyrir mat og gistingu. Ég kýs látlausari hús þar sem menn grilla ofan í sig sjálfir. Ég er ekki að leita eftir hóteli og hótelmat í veiði. Fer á hótel til þess.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Ég fer í veiði til að fanga fisk, njóta náttúrunnar og eyða tíma með veiðifélögum.Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Við byrjum á því að heiðra allar ár í upphafi veiðiferðar. Það er gert þannig að single malt viskíi er hellt í sérstök staup, það drukkið í einum teig og svo er drukkið úr ánni. Ef víski er ekki við höndina, sem gerist sjaldan, er bara drukkið úr ánni.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Hverjir? Undir sérstöku nafni? Ég er í veiðifélaginu Heston. En hef tengingar í marga veiðihópa sem allir eru skemmtilegir og veiði með fjölbreyttum hópi fólks á hverju ári.Veiðisagan...? Ég náði fyrsta laxinu á einkrækju með Portlandsbragði í Langadrætti í Hítará síðasta sumar. Það hafði ekkert veiðst í Langadrætti í nokkrar vaktir þótt fiskur sýndi sig um allan veiðistaðin. Ég vissi af fiski fyrir ofan einn stein í miðri á. Hann kom í fluguna mína svo ég vissi að eitthvað var að virka. Skipti um flugu og þá datt allt niður. Setti aftur undir Collie dog einkrækju, hnýtti Portland og hann tók í öðru kasti. Ég tók mér góðan tíma að landa fiskinum því mér fannst takan hafa verið grunn. Svo færði ég mig rólega upp á bakkann og ætlaði að stranda laxinum á sandeyri. Minn góði veiðifélagi, sem ég nafngreini ekki af tillitsemi, ætlaði síðan að sporðtaka fiskinn. Eitthvað fældist fiskurinn við það og náði að synda aftur út í ánna. Félagi minn snérist í hring, var næstum því dottinn um línuna, ég tók á fiskinum sem var aftur komin upp á eyrina og í fátinu, þegar veiðifélaginn loksins áttaði sig á því hvar fiskurinn lág, ætlaði hann að sporðtaka hann en sparkaði þess í stað í hann. Það endaði þannig að laxinn losnaði af önglinum, flaug út í á og kvaddi okkur fyrir fullt og allt. Fyrir tilviljun voru aðrir úr hollinu að fylgjast með lönduninni. Þeir höfðu á orði, á milli hlátraskalla, að ef þeir myndu verða svo óheppnir að þjást af elliglöpum á efri árum væri þessi sýn sú síðasta sem hyrfi.
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði