Af hverju eru Rússar með upptökuvélar á mælaborðinu? Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2013 09:45 Í ótrúlegum myndskeiðum frá loftsteinahrapinu í Úralfjöllum í gærmorgun sést að óvenjumargir ökumenn í Rússlandi eru með upptökuvélar á mælaborðinu í bílnum. Þetta á sér útskýringu. Það er sannarlega hættulegt að aka um í rússnesku umferðinni. Ekki nóg með að þar er stundaður mjög frjálslegur akstur þá er enginn óhultur vegna einkar skapheitra ökumanna sem hika ekki við að ráðast á aðra ökumenn og berja til óbóta. Þessu hafa margir brugðist við með því að kaupa sér upptökuvélar (líklega mest svokallaðar GoPro vélar) sem þeir festa á mælaborðið til að hafa einhverja réttarstöðu ef kæra á aðra vegfarendur eða sanna það fyrir rétti að þú hafi ekki valdið slysi eða slagsmálum heldur aðrir. Rússneskir dómarar eru nefnilega ekki mikið fyrir munnlegar ásakanir en afstaða þeirra breytist hratt ef sannanir í formi mynda eru til staðar. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjást ógrynni hrikalegra árekstra, útafkeyrslna og magnað ökulag fólks í rússnesku umferðinni. En að auki sést þar mikið af slagsmálum þar sem ýmsir þykjast hafa átt sökótt við aðra ökumenn. Svo virðist sem margur Rússinn telji hnefann bestan til að ráða úr vandamálunum sem skapast í umferðinni þar. Hér má sjá ótrúleg myndskeið frá loftsteinahrapinu í gær. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent
Í ótrúlegum myndskeiðum frá loftsteinahrapinu í Úralfjöllum í gærmorgun sést að óvenjumargir ökumenn í Rússlandi eru með upptökuvélar á mælaborðinu í bílnum. Þetta á sér útskýringu. Það er sannarlega hættulegt að aka um í rússnesku umferðinni. Ekki nóg með að þar er stundaður mjög frjálslegur akstur þá er enginn óhultur vegna einkar skapheitra ökumanna sem hika ekki við að ráðast á aðra ökumenn og berja til óbóta. Þessu hafa margir brugðist við með því að kaupa sér upptökuvélar (líklega mest svokallaðar GoPro vélar) sem þeir festa á mælaborðið til að hafa einhverja réttarstöðu ef kæra á aðra vegfarendur eða sanna það fyrir rétti að þú hafi ekki valdið slysi eða slagsmálum heldur aðrir. Rússneskir dómarar eru nefnilega ekki mikið fyrir munnlegar ásakanir en afstaða þeirra breytist hratt ef sannanir í formi mynda eru til staðar. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjást ógrynni hrikalegra árekstra, útafkeyrslna og magnað ökulag fólks í rússnesku umferðinni. En að auki sést þar mikið af slagsmálum þar sem ýmsir þykjast hafa átt sökótt við aðra ökumenn. Svo virðist sem margur Rússinn telji hnefann bestan til að ráða úr vandamálunum sem skapast í umferðinni þar. Hér má sjá ótrúleg myndskeið frá loftsteinahrapinu í gær.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent