Ný ljós Audi ólögleg 11. febrúar 2013 10:45 Audi stendur í baráttu við bandarísk yfirvöld fyrir lögleyðingu búnaðarins Lög um ljósabúnað bíla í Bandaríkjunum leyfa ekki þessa nýju tækni Audi. Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur fundið upp bráðsnjallan framljósabúnað sem meiningin var að kæmi brátt í bíla þeirra. Búnaðurinn virkar þannig að örsmár myndavélar greina bíla sem koma úr gagnstæðri átt og deyfa eða styrkja ákveðna ljósgeisla háu ljósanna til að skerpa útlínur þeirra og ná fram bestu næturlýsingu án þess að blinda ökumenn þeirra. Audi hefur staðið í prófunum á þessum búnaði síðastliðin tvö ár, en það er þó eitt ljón í veginum áður en kemur að fjöldaframleiðslu. Reglugerðir um ljósabúnað bíla leyfa ekki svona búnað í Bandaríkjunum og á Audi í viðræðum við yfirvöld þar um lögleiðingu þeirra sem ekki hafa enn borið árangur. Meðan svo ekki er verða kaupendur Audi bíla þar vestra að sætta við eldri ljósabúnað. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent
Lög um ljósabúnað bíla í Bandaríkjunum leyfa ekki þessa nýju tækni Audi. Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur fundið upp bráðsnjallan framljósabúnað sem meiningin var að kæmi brátt í bíla þeirra. Búnaðurinn virkar þannig að örsmár myndavélar greina bíla sem koma úr gagnstæðri átt og deyfa eða styrkja ákveðna ljósgeisla háu ljósanna til að skerpa útlínur þeirra og ná fram bestu næturlýsingu án þess að blinda ökumenn þeirra. Audi hefur staðið í prófunum á þessum búnaði síðastliðin tvö ár, en það er þó eitt ljón í veginum áður en kemur að fjöldaframleiðslu. Reglugerðir um ljósabúnað bíla leyfa ekki svona búnað í Bandaríkjunum og á Audi í viðræðum við yfirvöld þar um lögleiðingu þeirra sem ekki hafa enn borið árangur. Meðan svo ekki er verða kaupendur Audi bíla þar vestra að sætta við eldri ljósabúnað.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent