McLaren P1 í 300 á 17 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2013 11:15 P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent
P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent