Tölfræðingurinn hefur talað - Argo sigrar í kvöld 24. febrúar 2013 20:14 Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables. Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables.
Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52