Valskonur tryggðu sér endanlega Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Þrótti í gær. Valsliðið vann alla leiki sína og markatalan var 34-0.
Elín Metta Jensen, Dóra María Lárusdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörk Valsliðsins en eitt markanna var sjálfsmark. Elín Metta var markahæst í Reykjavíkurmótinu með fjórtán mörk í sex leikjum.
Fjórir leikmenn Valsliðsins þekkja það orðið afar vel að vinna Reykjavíkurmeistaratitilinn en það eru Málfríður Erna Sigurðardóttir, Rakel Logadóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Dóra María Lárusdóttir.
Málfríður varð þarna Reykjavíkurmeistari í níunda skiptið, Rakel og Kristín Ýr voru að vinna þennan bikar í áttunda sinn og þetta var í sjöunda skiptið sem Dóra María Lárusdóttir verður Reykjavíkurmeistari.
Málfríður er komin aftur af stað með Valsliðinu eftir barnsburðarfrí en hún var ekki með liðinu í fyrra. Málfríður missti líka af Reykjavíkurmeistaratitli Valsliðsins 2009 en hefur annars verið með í öllum hinm níu Reykjavíkurmeistaratitlum kvennaliðsins frá og með 2011.
Málfríður Reykjavíkurmeistari í níunda sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn