Ólafur Björn Loftsson hélt uppteknum hætti á móti á eGolf-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær en hann er í öðru sæti þegar mótið er hálfnað.
Ólafur Björn spilaði í gær á 69 höggum eða þremur undir pari. Samtals er hann á sjö höggum undir pari. Efsti maður mótsins hefur þó spilað gríðarlega vel og er fjórum höggum á undan Ólafi.
Birgir Leifur Hafþórsson gaf þó aðeins eftir en hann er nú í 13.-20. sæti eftir að hafa spilað á einu höggi yfir pari í gær. Hann er á samtals þremur höggum undir pari.
Ólafur Björn fékk einn örn, tvo fugla og aðeins einn skolla í gær. Birgir Leifur fékk þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba.
Ólafur Björn í öðru sæti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn
