Laxá á Skaga bjargað með hrognagreftri Svavar Hávarðsson skrifar 22. febrúar 2013 01:42 Mynd/Svavar Eins og komið hefur fram í fréttum þá hefur Laxá í Skefilsstaðahreppi bæst við veiðiflóru hins almenna veiðimanns nýlega. Áin var friðuð í nokkur ár eftir skelfilegt ár sumarið 1999. Var þá svo komið að laxastofn var varla lengur til staðar í ánni. Síðan þá hefur verið unnið merkilegt ræktunarstarf í Laxá þar sem veiðifélagið í samvinnu við Veiðimálastofnun hefur staðið að hrognagreftri á vænlegum stöðum í ánni. Laxá er falleg lítil dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð. Meðalveiði áranna 1974 til 1999 er 111 laxar, minnst 10 árið 1999, en mest 245 árið 1980. Ræktun með þessum hætti, hrognagreftri, krefst mikillar þolinmæði en hefur þó reynst árangursrík. Á vef Landssambands veiðifélaga er þessi frétt rifjuð upp en til viðbótar rifjuð upp stórmerkileg grein sem birtist í blaðinu Frey árið 2004 en hana ritaði Bjarni Jónsson, fiskifræðingur. Bjarni segir í greininni frá því af mikilli nákvæmni í hverju þessi ræktunaraðferð fellst; að hrognagröftur er auðveld og ódýr leið til að hjálpa laxi að ná fótfestu aftur á árköflum þar sem hann hefur látið undan síga eða nýta hliðarár og svæði þar sem lax fer ekki sjálfur til hrygningar. „Hrognagröftur hefur verið reyndur af og til á Íslandi og hefur í mörgum tilvikum tekist vel. Þrátt fyrir það er þessi fiskræktaraðgerð lítið stunduð hérlendis. Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð erlendis, sérstaklega í Kanada og Bandaríkjunum þar sem laxastofnar eiga í vök að verjast eða eru í útrýmingarhættu. Hrognagröftur þykir náttúrulegri fiskræktaraðgerð en seiðasleppingar að því leiti að hrogna og seiðastig fer allt fram í ánni sjálfri en ekki að hluta eða mestu leiti í eldisstöð. Þannig ná valkraftar náttúrunnar og aðstæður á hverjum stað að verka á hrogn og seiði nánast frá upphafi," skrifar Bjarni. Undirrituðum finnst grein Bjarna afar athyglisverð og langar að benda veiðimönnum og öðrum áhugamönnum á að lesa meira um málið hérna. Sérstaklega er þessi grein áhugaverð í samhengi við þá staðreynd að þessi aðferð virðist hafa bjargað laxastofninum í Laxá á Skaga, eins og þessi fallega dragá er oftast kölluð. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um átakið sem staðið hefur síðasta áratuginn er bent á skýrslur Veiðimálastofnunar sem má auðveldlega nálgast hér, en af ellefu skýrslum um rannsóknir í ánni ná einar fimm til þessa sérstaka átaks sem nú er að skila þessum eftirtektarverða árangri. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði
Eins og komið hefur fram í fréttum þá hefur Laxá í Skefilsstaðahreppi bæst við veiðiflóru hins almenna veiðimanns nýlega. Áin var friðuð í nokkur ár eftir skelfilegt ár sumarið 1999. Var þá svo komið að laxastofn var varla lengur til staðar í ánni. Síðan þá hefur verið unnið merkilegt ræktunarstarf í Laxá þar sem veiðifélagið í samvinnu við Veiðimálastofnun hefur staðið að hrognagreftri á vænlegum stöðum í ánni. Laxá er falleg lítil dragá sem fellur til sjávar í Sævarlandsvík við vestanverðan Skagafjörð. Meðalveiði áranna 1974 til 1999 er 111 laxar, minnst 10 árið 1999, en mest 245 árið 1980. Ræktun með þessum hætti, hrognagreftri, krefst mikillar þolinmæði en hefur þó reynst árangursrík. Á vef Landssambands veiðifélaga er þessi frétt rifjuð upp en til viðbótar rifjuð upp stórmerkileg grein sem birtist í blaðinu Frey árið 2004 en hana ritaði Bjarni Jónsson, fiskifræðingur. Bjarni segir í greininni frá því af mikilli nákvæmni í hverju þessi ræktunaraðferð fellst; að hrognagröftur er auðveld og ódýr leið til að hjálpa laxi að ná fótfestu aftur á árköflum þar sem hann hefur látið undan síga eða nýta hliðarár og svæði þar sem lax fer ekki sjálfur til hrygningar. „Hrognagröftur hefur verið reyndur af og til á Íslandi og hefur í mörgum tilvikum tekist vel. Þrátt fyrir það er þessi fiskræktaraðgerð lítið stunduð hérlendis. Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð erlendis, sérstaklega í Kanada og Bandaríkjunum þar sem laxastofnar eiga í vök að verjast eða eru í útrýmingarhættu. Hrognagröftur þykir náttúrulegri fiskræktaraðgerð en seiðasleppingar að því leiti að hrogna og seiðastig fer allt fram í ánni sjálfri en ekki að hluta eða mestu leiti í eldisstöð. Þannig ná valkraftar náttúrunnar og aðstæður á hverjum stað að verka á hrogn og seiði nánast frá upphafi," skrifar Bjarni. Undirrituðum finnst grein Bjarna afar athyglisverð og langar að benda veiðimönnum og öðrum áhugamönnum á að lesa meira um málið hérna. Sérstaklega er þessi grein áhugaverð í samhengi við þá staðreynd að þessi aðferð virðist hafa bjargað laxastofninum í Laxá á Skaga, eins og þessi fallega dragá er oftast kölluð. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um átakið sem staðið hefur síðasta áratuginn er bent á skýrslur Veiðimálastofnunar sem má auðveldlega nálgast hér, en af ellefu skýrslum um rannsóknir í ánni ná einar fimm til þessa sérstaka átaks sem nú er að skila þessum eftirtektarverða árangri.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði