JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON í Nylon Magazine Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. febrúar 2013 09:30 Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar. RFF Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar.
RFF Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira