Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 22-25 | Valur bikarmeistari Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 10. mars 2013 00:01 Mynd/Daníel Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira