Tiger Woods er í forystuhópnum eftir fyrsta dag á Cadillac Championship mótinu í Doral í Flórída í Bandaríkjunum en mótið er hluti af Heimsbikarmótunum.
Woods spilaði fyrstu 18 holurnar á sex undir pari eins og Svíinn Freddie Jacobson, Spánverjinn Sergio Garcia, Norður-Írinn Graeme McDowell og Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson.
Þrír efstu menn á heimslistanum léku saman á fyrsta hring en það gekk eins vel hjá þeim Rory McIlroy og Luke Donald.
Rory McIlroy spilaði á 73 holum eða einu höggi yfir pari en Donald var á tveimur undir pari. McIlroy fékk sex skolla en náði einum erni og að fá fugla á tveimur holum í röð.
Tiger Woods náði aftur á móti níu fuglum á hringnum.
Staða efstu manna eftir fyrsta hring:
1. Tiger Woods 66 (-6)
1. Freddie Jacobson 66 (-6)
1. Sergio Garcia 66 (-6)
1. Graeme McDowell 66 (-6)
1. Bubba Watson 66 (-6)
6. Hunter Mahan 67 (-5)
6. Peter Hanson 67 (-5)
6. Phil Mickelson 67 (-5)
6. Steve Stricker 67 (-5)
10. Keegan Bradley 68 (-4)
10. Ian Poulter 68 (-4)
10. Bo Van Pelt 68 (-4)
10. Dustin Johnson 68 (-4)
10. Charles Howell III 68 (-4)
10. Justin Rose 68 (-4)
Tiger Woods byrjar vel á mótinu í Flórída
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti


Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

