Byrjuðu á verðinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 09:03 Nýi CLA bíll Benz á að höfða til ungs fólks og verðið vestanhafs er 29.900 dollarar. Nýjasti bíll Mercedes Benz, CLA kostar 29.900 dollara í Bandaríkjunum og það var það fyrsta sem ákveðið var, áður en hann komst á teikniborðið. Þá var Benz að velta fyrir sér hvernig mætti freista ungra kaupenda þar sem annarsstaðar og árið var 2009. Svarið var einfalt – með verði sem ekkert ætti skilt við Mercedes Benz. Með þetta verð var lagt af stað og hannaður bíll sem félli yngri kaupendum í geð og að sjálfsögðu yrði hann með "coupe"-lagi og sportlegur, en framhjóladrifinn til að halda niðri verðinu. Bíllinn kostar því innan við 4 milljónir króna vestanhafs en ekki er ljóst á hvaða verði hann býðst hér á landi en hann er væntanlegur í sölu hjá Öskju í aprílmánuði. Bíllinn átti að minnsta kosti að vera 5.000 dollurum ódýrari en C-Class bílarnir en endaði reyndar 6.375 dollurum lægri, en ódýrasta gerð C-Class kostar 36.275 dollara. Endanlegt verð CLA bílsins var tilkynnt í Bandaríkjunum á Superbowl úrslitaleiknum í Bandarískum fótbolta. Markhópurinn sem Mercedes Benz horfir til með CLA bílnum er á aldrinum 30-40 ára. CLA bíllinn er smíðaður í nýrri verksmiðju Benz í Ungverjalandi og er það ein skýring þess hve bíllinn er ódýr. Laun þar í landi eru talsvert mikið lægri en starfsfólks bílaverksmiðja Benz í Þýskalandi. Verksmiðjan í Ungverjalandi getur nú smíðað 150.000 bíla á ári en gæti aukið framleiðsluna í 300.000 bíla árið 2015. Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent
Nýi CLA bíll Benz á að höfða til ungs fólks og verðið vestanhafs er 29.900 dollarar. Nýjasti bíll Mercedes Benz, CLA kostar 29.900 dollara í Bandaríkjunum og það var það fyrsta sem ákveðið var, áður en hann komst á teikniborðið. Þá var Benz að velta fyrir sér hvernig mætti freista ungra kaupenda þar sem annarsstaðar og árið var 2009. Svarið var einfalt – með verði sem ekkert ætti skilt við Mercedes Benz. Með þetta verð var lagt af stað og hannaður bíll sem félli yngri kaupendum í geð og að sjálfsögðu yrði hann með "coupe"-lagi og sportlegur, en framhjóladrifinn til að halda niðri verðinu. Bíllinn kostar því innan við 4 milljónir króna vestanhafs en ekki er ljóst á hvaða verði hann býðst hér á landi en hann er væntanlegur í sölu hjá Öskju í aprílmánuði. Bíllinn átti að minnsta kosti að vera 5.000 dollurum ódýrari en C-Class bílarnir en endaði reyndar 6.375 dollurum lægri, en ódýrasta gerð C-Class kostar 36.275 dollara. Endanlegt verð CLA bílsins var tilkynnt í Bandaríkjunum á Superbowl úrslitaleiknum í Bandarískum fótbolta. Markhópurinn sem Mercedes Benz horfir til með CLA bílnum er á aldrinum 30-40 ára. CLA bíllinn er smíðaður í nýrri verksmiðju Benz í Ungverjalandi og er það ein skýring þess hve bíllinn er ódýr. Laun þar í landi eru talsvert mikið lægri en starfsfólks bílaverksmiðja Benz í Þýskalandi. Verksmiðjan í Ungverjalandi getur nú smíðað 150.000 bíla á ári en gæti aukið framleiðsluna í 300.000 bíla árið 2015.
Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent